Sif Atla: Leið bara eins og ég væri orðin fimmtán ára aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2015 18:06 Sif Atladóttir í leik með landsliðinu. Vísir/Getty Sif Atladóttir lék í gær sinn fyrsta leik með sænska liðinu Kristianstad síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn í aprílmánuði. Sif var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni á X-inu. Sif kom inná sem varamaður þegar Kristianstad-liðið náði í óvænt stig á móti toppliði FC Rosengård í uppgjöri liðanna á Skáni. „Hún Sólveig okkar fæddist fyrir fjórum og hálfum mánuði eða 8. apríl. Mér finnst þetta vera búið að vera langur tími en fjórir og hálfur mánuður hljómar kannski ekki svo langt," sagði Sif en hvernig var að fara aftur í búninginn og keppa. „Það var skemmtilega skrýtin tilfinning. Beta fékk mig til að koma fyrir einni til tveimur vikum og ég er búin að vera æfa með stelpunum. Hún fékk mig til að koma aftur fyrir hinn derby-leikinn sem var á móti Vittsjö GIK. Hún sagði við mig: Þú mætir bara inn í klefa því við þurfum ákveðna orku og lætur eins og þú sért að fara að spila leikinn," rifjaði Sif upp en hún var ekki á samning og tók ekki þátt í þeim leik „Tilfinning að labba inn og vita að ég gæti farið að spila var ólýsanleg. Mér leið bara eins og ég væri orðin fimmtán ára aftur og að koma inn í meistaraflokk FH til að fara að spila fyrsta leikinn. Þetta var æðislegt," sagði Sif. „Leikurinn endaði 0-0 og þetta var hörkuleikur. Við spiluðum rosalega góðan og agaðan varnarleik en fengum líka okkar færi. Við hefðum getað tekið öll þrjú stigin og ég var svolítið svekkt með það eftir leikinn að hafa ekki unnið hann," sagði Sif. „Við höfum oft verið nálægt því að plokka stig af Malmö eða stela sigrinum en alltaf tapað. Þetta er í fyrsta sinn sem við náum stigi á móti þeim. Við höfðum hingað til alltaf tapað á síðustu fimm til tíu mínútunum eða í uppbótartíma," sagði Sif. „Það er flott eftir á að hafa náð 0-0 jafntefli á móti einu af besta kvennaliðinu í heiminum. Þetta stig á eftir að telja mikið í lokin," sagði Sif en hvenær ætlaði hún að koma til baka? „Mánuði eftir að Sólveig fæddist þá var ég farin að stefna á það að koma til baka í september. Þá væri hún orðin fimm mánaða. Ég veit ekki hvort ég verð einhver 90 mínútna manneskja en við sjáum til hvernig þetta fer í mig. Ég get allavega orðið súper-sub," sagði Sif. „Ég er orðin þrítug og hef ágætis reynslu að baki mér. Það er því hægt að henda mér inn og þá hvar sem er á vellinum því ég er búin að spila allar stöður á vellinum. Meira að segja í marki. Ég hef því prófað ýmislegt," sagði Sif létt. „Ég stefndi alltaf á haustið og hver einasta mínúta er bara bónus," sagði Sif en mun hún ná aftur fyrri styrk.? „Ég hef heyrt einhverja mýtu um að konur verði bara betri eftir barnsburð og ég er með nokkrar góðar fyrirmyndir hér fyrir framan mig. Margrét er að spila með mér og ég er búin að fá ótrúlegan stuðning frá henni en hún er nýbúin að ganga í gegnum þetta sjálf," sagði Sif og bætti við: „Við erum líka með frábær dæmi heima á Íslandi í leikmönnum eins og Hörpu Þorsteins og Málfríði Ernu. Fríða er búin að halda hreinu í einhverjar mínútur í vörninni hjá Breiðabliki og hún er komin með þrjú börn. Ég held að maður verði bara sterkari af þessu. Maður nær örugglega að koma sér fyrr niður á jörðina þegar maður sér litla skottu upp í stúku hvort sem að maður tapar leik eða það gengur illa á æfingu. Maður er þá fljótur að koma sér aftur inn í hlutina raunhæft aftur," sagði Sif. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Sif Atladóttir lék í gær sinn fyrsta leik með sænska liðinu Kristianstad síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn í aprílmánuði. Sif var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni á X-inu. Sif kom inná sem varamaður þegar Kristianstad-liðið náði í óvænt stig á móti toppliði FC Rosengård í uppgjöri liðanna á Skáni. „Hún Sólveig okkar fæddist fyrir fjórum og hálfum mánuði eða 8. apríl. Mér finnst þetta vera búið að vera langur tími en fjórir og hálfur mánuður hljómar kannski ekki svo langt," sagði Sif en hvernig var að fara aftur í búninginn og keppa. „Það var skemmtilega skrýtin tilfinning. Beta fékk mig til að koma fyrir einni til tveimur vikum og ég er búin að vera æfa með stelpunum. Hún fékk mig til að koma aftur fyrir hinn derby-leikinn sem var á móti Vittsjö GIK. Hún sagði við mig: Þú mætir bara inn í klefa því við þurfum ákveðna orku og lætur eins og þú sért að fara að spila leikinn," rifjaði Sif upp en hún var ekki á samning og tók ekki þátt í þeim leik „Tilfinning að labba inn og vita að ég gæti farið að spila var ólýsanleg. Mér leið bara eins og ég væri orðin fimmtán ára aftur og að koma inn í meistaraflokk FH til að fara að spila fyrsta leikinn. Þetta var æðislegt," sagði Sif. „Leikurinn endaði 0-0 og þetta var hörkuleikur. Við spiluðum rosalega góðan og agaðan varnarleik en fengum líka okkar færi. Við hefðum getað tekið öll þrjú stigin og ég var svolítið svekkt með það eftir leikinn að hafa ekki unnið hann," sagði Sif. „Við höfum oft verið nálægt því að plokka stig af Malmö eða stela sigrinum en alltaf tapað. Þetta er í fyrsta sinn sem við náum stigi á móti þeim. Við höfðum hingað til alltaf tapað á síðustu fimm til tíu mínútunum eða í uppbótartíma," sagði Sif. „Það er flott eftir á að hafa náð 0-0 jafntefli á móti einu af besta kvennaliðinu í heiminum. Þetta stig á eftir að telja mikið í lokin," sagði Sif en hvenær ætlaði hún að koma til baka? „Mánuði eftir að Sólveig fæddist þá var ég farin að stefna á það að koma til baka í september. Þá væri hún orðin fimm mánaða. Ég veit ekki hvort ég verð einhver 90 mínútna manneskja en við sjáum til hvernig þetta fer í mig. Ég get allavega orðið súper-sub," sagði Sif. „Ég er orðin þrítug og hef ágætis reynslu að baki mér. Það er því hægt að henda mér inn og þá hvar sem er á vellinum því ég er búin að spila allar stöður á vellinum. Meira að segja í marki. Ég hef því prófað ýmislegt," sagði Sif létt. „Ég stefndi alltaf á haustið og hver einasta mínúta er bara bónus," sagði Sif en mun hún ná aftur fyrri styrk.? „Ég hef heyrt einhverja mýtu um að konur verði bara betri eftir barnsburð og ég er með nokkrar góðar fyrirmyndir hér fyrir framan mig. Margrét er að spila með mér og ég er búin að fá ótrúlegan stuðning frá henni en hún er nýbúin að ganga í gegnum þetta sjálf," sagði Sif og bætti við: „Við erum líka með frábær dæmi heima á Íslandi í leikmönnum eins og Hörpu Þorsteins og Málfríði Ernu. Fríða er búin að halda hreinu í einhverjar mínútur í vörninni hjá Breiðabliki og hún er komin með þrjú börn. Ég held að maður verði bara sterkari af þessu. Maður nær örugglega að koma sér fyrr niður á jörðina þegar maður sér litla skottu upp í stúku hvort sem að maður tapar leik eða það gengur illa á æfingu. Maður er þá fljótur að koma sér aftur inn í hlutina raunhæft aftur," sagði Sif.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti