Knattspyrnusamband Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem kom fram að aðeins væru um 100 miðar eftir til sölu í íslensku stúkuna á leik Hollands og Íslands þann 3. september næstkomandi.
Er um ósátta miða eða ógreiddar pantanir að ræða og er um síðasta tækifæri að ræða til þess að næla sér í miða í stúkunni. Lokar fyrir miðasölu eftir rúman sólarhring.
Leikurinn fer fram á heimavelli Ajax, Amsterdam Arena, í Hollandi þann 3. september en fyrir áhugasama er hægt að hafa samband við KSÍ.
