Starfsmenn Íslandsbanka kynnast í gegnum QuizUp Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 12:44 Þorsteinn B. Friðriksson frá QuizUp og Elísabet Helgadóttir og Hafsteinn Bragason frá Íslandsbanka Starfsfólk Íslandsbanka mun á næstunni fá tækifæri til að sameina fræðslu og leik á vinnutíma. Íslandsbanki hefur gert samning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið QuizUp um kaup á nýjustu vöru fyrirtækisins, appi sem nefnist „QuizUp at Work”. Nýja appinu er ætlað að vera tól til að fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Íslandsbanki verður fyrstur til að prófa appið hér á landi og hefur verið skrifað undir samkomulag vegna þessa við QuizUp. Í tilkynningunni er leikurinn útskýrður vel: „QuizUp at Work verður algerlega til hliðar við QuizUp samfélagið sjálft og munu starfsmenn viðkomandi fyrirtækja fá aðgang að lokuðu samfélagi þar sem þeir geta kynnst hver öðrum, spreytt sig á sérsniðnum spurningum er varða starf sitt eða vinnustaðinn og komið ábendingum á framfæri. Samfélagshluti býður upp á margar leiðir til að efla menningu og starfsanda fyrirtækja. Þar er hægt að setja í gang litla leiki í kringum viðburði innan fyrirtækjanna og byggja upp stemmningu hjá starfsfólki fyrir þeim. Þá er hægt að nota appið til að kynna og upplýsa starfsmenn um markaðsherferðir sem eru að fara í gang eða kynna þeim nýjar vörur og þjónustu fyrirtækjanna. Einnig getur þetta verið góð leið til að kynna nýja starfsmenn, þjálfa þá og hjálpa þeim að kynnast vinnufélögum sínum.“Sjá einnig: QuizUp sagður vera hinn nýji Tinder Quizup hefur þróast út í að verða samfélagsmiðill og eru meira að segja dæmi um að fólk hafi orðið ástfangið í gegnum miðilinn. Erin Tarnoff og Nick Fielsend eru fallegt dæmi um það.Varan var kynnt í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum. Í tilkynningunni kemur fram að hundruð fyrirtækja hafi beðið um að fá kynningu á nýjustu viðbótinni hjá Plain Vanilla. „Quizup er nú þegar vinsælasta spurningaapp heims, með yfir 70 milljón notendur. Leikurinn hefur verið að þróast í þá átt að verða samfélagsmiðill, þar sem notendur eru tengdir saman eftir sameiginlegum áhugamálum. Árangurinn hefur ekki leynt sér en frá því ný uppfærsla leiksins var kynnt í vor hafa virkir notendur sem skrá sig daglega til leiks ríflega tvöfaldast. „Við leggjum mikla áherslu á að vera stöðugt að efla starfsfólk Íslandsbanka með því að bjóða upp á ýmis konar fræðslu og þjálfun. Tækninni fleygir fram og í nútímaumhverfi þarf fólk einfaldlega sífellt að vera að mennta sig. Við sjáum hins vegar á rannsóknum að mikilvægt er að nýta fjölbreyttari kennsluaðferðir nú en áður og við teljum QuizUp at Work henta vel í okkar fræðslustarf. Alls konar hagræði fylgir QuizUp at work. Það þarf t.d. engin námskeiðsgögn og fólk spilar QuizUp á sínum síma, í sínu umhverfi og á þeim tíma sem hentar. Þar fyrir utan er þetta mjög fersk nálgun í fræðslu með mikið skemmtanagildi. Starfsfólk bankans mun án efa taka þessari nýjung fagnandi sem mun nýtast okkur vel,“ segir Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka. „Við sáum ekki beint fyrir að við ættum eftir að þróa QuizUp í þessa átt þegar við stofnuðum fyrirtækið. Það er samt stundum þannig að óvæntir markaðir opnast þar sem að eiginleikar nýrrar tækni nýtast mjög vel. Símenntun og þjálfun er orðinn mjög stór þáttur í starfsemi fyrirtækja, en um leið þá eru aðferðirnar sem er beitt frekar gamaldags. Þess er krafist að fólk sitji og hlusti á fyrirlestra heilu og hálfu dagana eða setjist niður og lesi langar handbækur. Fólk hefur minni þolinmæði gagnvart slíku í dag og þarna eru kostir QuizUp at Work augljósir. Í raun gætum við þróað QuizUp í fleiri slíkar áttir til dæmis sem kennslustól fyrir skóla en við ætlum samt að byrja á stórum fyrirtækjum. Við sjáum að þörfin er mjög mikil fyrir tól sem hjálpa til við þjálfun starfsfólks,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri QuizUp í tilkynningu. Leikjavísir Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Starfsfólk Íslandsbanka mun á næstunni fá tækifæri til að sameina fræðslu og leik á vinnutíma. Íslandsbanki hefur gert samning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið QuizUp um kaup á nýjustu vöru fyrirtækisins, appi sem nefnist „QuizUp at Work”. Nýja appinu er ætlað að vera tól til að fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Íslandsbanki verður fyrstur til að prófa appið hér á landi og hefur verið skrifað undir samkomulag vegna þessa við QuizUp. Í tilkynningunni er leikurinn útskýrður vel: „QuizUp at Work verður algerlega til hliðar við QuizUp samfélagið sjálft og munu starfsmenn viðkomandi fyrirtækja fá aðgang að lokuðu samfélagi þar sem þeir geta kynnst hver öðrum, spreytt sig á sérsniðnum spurningum er varða starf sitt eða vinnustaðinn og komið ábendingum á framfæri. Samfélagshluti býður upp á margar leiðir til að efla menningu og starfsanda fyrirtækja. Þar er hægt að setja í gang litla leiki í kringum viðburði innan fyrirtækjanna og byggja upp stemmningu hjá starfsfólki fyrir þeim. Þá er hægt að nota appið til að kynna og upplýsa starfsmenn um markaðsherferðir sem eru að fara í gang eða kynna þeim nýjar vörur og þjónustu fyrirtækjanna. Einnig getur þetta verið góð leið til að kynna nýja starfsmenn, þjálfa þá og hjálpa þeim að kynnast vinnufélögum sínum.“Sjá einnig: QuizUp sagður vera hinn nýji Tinder Quizup hefur þróast út í að verða samfélagsmiðill og eru meira að segja dæmi um að fólk hafi orðið ástfangið í gegnum miðilinn. Erin Tarnoff og Nick Fielsend eru fallegt dæmi um það.Varan var kynnt í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum. Í tilkynningunni kemur fram að hundruð fyrirtækja hafi beðið um að fá kynningu á nýjustu viðbótinni hjá Plain Vanilla. „Quizup er nú þegar vinsælasta spurningaapp heims, með yfir 70 milljón notendur. Leikurinn hefur verið að þróast í þá átt að verða samfélagsmiðill, þar sem notendur eru tengdir saman eftir sameiginlegum áhugamálum. Árangurinn hefur ekki leynt sér en frá því ný uppfærsla leiksins var kynnt í vor hafa virkir notendur sem skrá sig daglega til leiks ríflega tvöfaldast. „Við leggjum mikla áherslu á að vera stöðugt að efla starfsfólk Íslandsbanka með því að bjóða upp á ýmis konar fræðslu og þjálfun. Tækninni fleygir fram og í nútímaumhverfi þarf fólk einfaldlega sífellt að vera að mennta sig. Við sjáum hins vegar á rannsóknum að mikilvægt er að nýta fjölbreyttari kennsluaðferðir nú en áður og við teljum QuizUp at Work henta vel í okkar fræðslustarf. Alls konar hagræði fylgir QuizUp at work. Það þarf t.d. engin námskeiðsgögn og fólk spilar QuizUp á sínum síma, í sínu umhverfi og á þeim tíma sem hentar. Þar fyrir utan er þetta mjög fersk nálgun í fræðslu með mikið skemmtanagildi. Starfsfólk bankans mun án efa taka þessari nýjung fagnandi sem mun nýtast okkur vel,“ segir Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka. „Við sáum ekki beint fyrir að við ættum eftir að þróa QuizUp í þessa átt þegar við stofnuðum fyrirtækið. Það er samt stundum þannig að óvæntir markaðir opnast þar sem að eiginleikar nýrrar tækni nýtast mjög vel. Símenntun og þjálfun er orðinn mjög stór þáttur í starfsemi fyrirtækja, en um leið þá eru aðferðirnar sem er beitt frekar gamaldags. Þess er krafist að fólk sitji og hlusti á fyrirlestra heilu og hálfu dagana eða setjist niður og lesi langar handbækur. Fólk hefur minni þolinmæði gagnvart slíku í dag og þarna eru kostir QuizUp at Work augljósir. Í raun gætum við þróað QuizUp í fleiri slíkar áttir til dæmis sem kennslustól fyrir skóla en við ætlum samt að byrja á stórum fyrirtækjum. Við sjáum að þörfin er mjög mikil fyrir tól sem hjálpa til við þjálfun starfsfólks,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri QuizUp í tilkynningu.
Leikjavísir Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira