Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili varð í dag stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í golfi eftir að hafa lent í 15. sæti á lokamóti mótaraðarinnar á Urriðavelli í dag.
Axel lék á fjórtán höggum yfir pari í dag eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringi mótsins í gær á tveimur höggum yfir pari og lauk hann því leik á sextán höggum yfir pari.
Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, átti möguleika á að taka toppsætið af Axeli en hann náði sér líkt og Axel ekki á strik á mótinu.
Lék hann þó ágætt golf í dag en hann var á fjórum höggum yfir pari en hann lauk leik á alls 21 höggi yfir pari.
Er það því tvöfaldur sigur hjá Golfklúbbnum Keili en fyrr í dag varð Tinna Jóhannesdóttir stigameistari í flokki kvenna.
Axel stigameistari karla á Eimskipsmótaröðinni
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans
Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
