Dortmund hefur leiktíðina af krafti í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir hafa unnið báða leiki sína í upphafi móts 4-0. Í dag unnu þeir nýliðana í Ingolstadt.
Staðan var markalaus í hálfleik, en í síðari hálfleik fóru hlutirnir að gerast. Matthias Ginter kom Dortmund yfir á 61. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Marco Reus forystuna úr vítaspyrnu.
Shinji Kagawa skoraði þriðja mark Dortmund fimm mínútum fyrir leikslok og Pierre-Emerick Aubameyang rak síðasta naglann í líkkistu Ingolstadt. Lokatölur 4-0.
Dortmund er á toppnum með sex stig eftir leikina tvo, en Thomast Tuchel byrjar vel sem stjóri Dortmund. Þeir hafa skorað átta mörk og ekki fengið neitt einasta á sig.
Öruggur sigur Dortmund sem byrjar vel
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

