Fótbolti

Hólmfríður skoraði eitt og lagði upp tvö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmfríður var á eldi í leik Avaldsnes í dag.
Hólmfríður var á eldi í leik Avaldsnes í dag. vísir//GRETHE NYGAARd
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eitt og lagði upp tvö önnur í 4-1 sigri Avaldsnes á Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lilleström stefnir hraðbyri að titlinum.

Hólmfríður lagði  upp fyrsta markið fyrir Cecilie Pedersen og skoraði sjálf annað markið. Hólmfríður var aftur á ferðinni í fjórða marki Avaldsnes en það lagði hún upp fyrir Elise Thornes. Lokatölur 4-1 sigur Avaldsnes.

Avaldsnes er í öðru sætinu með 30 stig, sjö stigum á eftir toppliði Lilleström, en Kolbotn er í því sjöunda.

Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina í 5-1 sigri Lilleström á botnliði Medikila í dag. Þetta var einungis sjöunda markið sem Guðbjörg fær á sig í leikjunum fjórtán sem búnir eru, en Lilleström er sem fyrr á toppnum með 37 stig.

Klepp mætti til leiks með afar laskað lið til Þrándheimar í dag þar sem liðið mætti Trondheims-Ørn. Klepp var einungis með þrjá varamenn, en þeim varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Lokatölur urðu 3-1 sigur Trondheims-Ørn, en Klepp er í fjórða sætinu með 26 stig. Trondheims-Ørn er í fimmta sætinu með 21 stig, en FH-ingurinn Jón Páll Pálmason þjálfar Klepp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×