60 laxar úr Haukadalsá eftir tvær vaktir Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2015 14:00 Laxi landað í Haukadalsá Mynd: SVFR Haukadalsá fór seint af stað eins og margar ár á vesturlandi en núna er hún komin í fullan gír og gott betur. Þeir veiðimenn sem hafa verið að koma úr ánni síðustu daga segja hana hreinlega kraumandi af laxi og að takan sé jafn góð eins og reikna megi með í byrjun ágúst. Sem dæmi um þetta þá var hollið sem er við veiðar núna búið að landa 60 löxum eftir aðeins tvær vaktir. Aðeins er veitt á 5 stangir í ánni svo þetta er í alla staði frábær meðalveiði á stöng. Áin er komin í 375 laxa og er ein af þessum dæmigerðu síðsumarsám á vesturlandi svo hún á nóg inni enda er ennþá um mánuður eftir af veiðitímanum. Meðalveiðin í Haukadalsá er 695 laxar á síðustu 25 árum en mest var veiðin 1988 eins og í svo mörgum öðrum ám en þá veiddust 1232 laxar í ánni. SAmkvæmt söluvefnum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru þrjár stangir óseldar í ánna á þessu tímabili en það má reikna með að einhver stökkvi á þær þegar svona góðar fréttir eru úr ánni. Mest lesið Vatnaveiðin farin af stað Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði 111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Lífleg vatnaveiði síðustu daga Veiði Síðustu fjögur holl með yfir 100 laxa í Langá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Mikill viðsnúningur í Laxá í Dölum Veiði Veiðin gengur vel í Elliðaánum Veiði
Haukadalsá fór seint af stað eins og margar ár á vesturlandi en núna er hún komin í fullan gír og gott betur. Þeir veiðimenn sem hafa verið að koma úr ánni síðustu daga segja hana hreinlega kraumandi af laxi og að takan sé jafn góð eins og reikna megi með í byrjun ágúst. Sem dæmi um þetta þá var hollið sem er við veiðar núna búið að landa 60 löxum eftir aðeins tvær vaktir. Aðeins er veitt á 5 stangir í ánni svo þetta er í alla staði frábær meðalveiði á stöng. Áin er komin í 375 laxa og er ein af þessum dæmigerðu síðsumarsám á vesturlandi svo hún á nóg inni enda er ennþá um mánuður eftir af veiðitímanum. Meðalveiðin í Haukadalsá er 695 laxar á síðustu 25 árum en mest var veiðin 1988 eins og í svo mörgum öðrum ám en þá veiddust 1232 laxar í ánni. SAmkvæmt söluvefnum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru þrjár stangir óseldar í ánna á þessu tímabili en það má reikna með að einhver stökkvi á þær þegar svona góðar fréttir eru úr ánni.
Mest lesið Vatnaveiðin farin af stað Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði 111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Lífleg vatnaveiði síðustu daga Veiði Síðustu fjögur holl með yfir 100 laxa í Langá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Mikill viðsnúningur í Laxá í Dölum Veiði Veiðin gengur vel í Elliðaánum Veiði