Fótbolti

Rúnar tók Finn Orra útaf í hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Vísir/Getty
Lærisveinar Rúnars Kristinssonar í Lilleström unnu nauman 1-0 sigur á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var í fyrsta sinn síðan í júní sem Lilleström-liðið heldur marki sínu hreinu en liðið getur þakkað markverði sínum Arnold Origi fyrir það.

Þetta var mikil framför frá því í síðustu tveimur leikjum sem töpuðu báðir en þá skoruðu mótherjarnir samtals átta mörk hjá Lilleström.

Lilleström var ennfremur búið að fá á sig tvö mörk eða fleiri í fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.

Finnur Orri Margeirsson var í byrjunarliði Lilleström í leiknum en Rúnar tók hann af velli í hálfleik þegar staðan var enn markalaus.

Malaury Martin skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu úr fyrsta marktækifæri Lilleström í leiknum.

Lilleström kost upp í 8. sæti eftir þennan sigur en liðið er með eins stigs forskot á Bodö/Glimt og tveggja stiga forskot á Aalesund sem eiga bæði leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×