Alla dreymir um landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Verðlaunaliðin okkar. vísir Ísland lauk leik á heimsmeistaramótinu í handbolta skipuðum leikmönnum undir 19 ára aldri í gær með öruggum sigri á Spánverjum í bronsleiknum. Var sigur íslenska liðsins afar sannfærandi en spænska liðinu tókst að laga stöðuna á lokamínútum leiksins þegar sigur íslenska liðsins var í höfn.Fjórðu verðlaunin Var þetta í fjórða sinn sem Ísland hefur unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti unglingalandsliða í handbolta en síðustu þrír leikmannahópar hafa skilað af sér leikmönnum sem léku síðar meir lykilhlutverk í íslenska landsliðinu. Árið 1993 leiddi Ólafur Stefánsson liðið til bronsverðlauna en honum til hliðar voru leikmenn á borð við Patrek Jóhannesson og Dag Sigurðsson. Áttu leikmenn liðsins eftir að leika heldur betur stórt hlutverk í landsliðinu næstu árin er Ísland komst í röð þeirra bestu í handboltaheiminum. Tíu árum síðar vannst gullið á EM í Ungverjalandi en þar skutust Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fram á sjónarsviðið. Léku þeir stórt hlutverk í liðinu sem vann silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og eru enn lykilleikmenn í íslenska liðinu. Tólf árum síðar komst liðið undir stjórn núverandi þjálfara U-19 árs liðsins, Einars Guðmundssonar, alla leið í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu en tapaði gegn Króatíu í Túnis. Skaust Aron Pálmarsson fram á sjónarsviðið á mótinu en ásamt honum voru Ólafur Andrés Guðmundsson og Stefán Rafn Sigurmannsson að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegri grundu fyrir íslenska landsliðið. Hefur Aron leikið lykilhlutverk í landsliðinu undanfarin ár en aðrir leikmenn liðsins hafa leikið minni en þó þýðingarmikil hlutverk.Óðinn Þór var næstmarkahæstur á HM og valinn í úrvalslið mótsins.mynd/facebook-síða mótsinsNæstu kynslóð landsliðsins Óðinn Þór Ríkharðsson lék stórt hlutverk í liðinu í ár en hann var einn íslenskra leikmanna valinn í úrvalslið mótsins. Óðinn varð næst markahæstur á mótinu þrátt fyrir að hafa aðeins tekið fjögur vítaskot en hann var fljótur að hrósa liðsfélögum sínum. „Þetta mót gekk mjög vel fyrir mig persónulega en þetta er allt vörninni að þakka. Þeir auðvelda fyrir Grétari í markinu og hann er búinn að vera fljótur að finna mig í hraðaupphlaupinu. Svo á þjálfarateymið hrós skilið fyrir sinn þátt í öllum þessum árangri. Einar er þekktur fyrir að leika góðan varnarleik og hraðaupphlaup. Hann vill helst fá 10 hraðaupphlaupsmörk í leik sem ég náði að nýta mér vel á mótinu. Þeir eru frábærir þjálfarar og við gátum ekki gert þetta án þeirra.“ Óðinn var stoltur að heyra að þetta væri í fjórða skiptið sem íslenskt unglingalandslið ynni til verðlauna á stórmóti. „Við erum afar sáttir með þetta. Við stefndum auðvitað á það að fara alla leið en úr því sem komið var var frábært að klára þetta. Þetta er búið að vera frábært sumar með strákunum og maður er stoltur af því sem við höfum afrekað.“ Sagði hann að á endanum væri hins vegar alltaf draumur allra leikmannanna að leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu síðar meir. „Það er náttúrulega frábært að heyra það að við höfum komist í flokk með þessum mönnum. Vonandi getum við leikið eftir þeirra afrek. Það dreymir náttúrulega alla um að spila fyrir landsliði og það er á endanum markmið allra leikmannanna í hópnum.“ EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18 Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00 Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45 Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira
Ísland lauk leik á heimsmeistaramótinu í handbolta skipuðum leikmönnum undir 19 ára aldri í gær með öruggum sigri á Spánverjum í bronsleiknum. Var sigur íslenska liðsins afar sannfærandi en spænska liðinu tókst að laga stöðuna á lokamínútum leiksins þegar sigur íslenska liðsins var í höfn.Fjórðu verðlaunin Var þetta í fjórða sinn sem Ísland hefur unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti unglingalandsliða í handbolta en síðustu þrír leikmannahópar hafa skilað af sér leikmönnum sem léku síðar meir lykilhlutverk í íslenska landsliðinu. Árið 1993 leiddi Ólafur Stefánsson liðið til bronsverðlauna en honum til hliðar voru leikmenn á borð við Patrek Jóhannesson og Dag Sigurðsson. Áttu leikmenn liðsins eftir að leika heldur betur stórt hlutverk í landsliðinu næstu árin er Ísland komst í röð þeirra bestu í handboltaheiminum. Tíu árum síðar vannst gullið á EM í Ungverjalandi en þar skutust Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fram á sjónarsviðið. Léku þeir stórt hlutverk í liðinu sem vann silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og eru enn lykilleikmenn í íslenska liðinu. Tólf árum síðar komst liðið undir stjórn núverandi þjálfara U-19 árs liðsins, Einars Guðmundssonar, alla leið í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu en tapaði gegn Króatíu í Túnis. Skaust Aron Pálmarsson fram á sjónarsviðið á mótinu en ásamt honum voru Ólafur Andrés Guðmundsson og Stefán Rafn Sigurmannsson að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegri grundu fyrir íslenska landsliðið. Hefur Aron leikið lykilhlutverk í landsliðinu undanfarin ár en aðrir leikmenn liðsins hafa leikið minni en þó þýðingarmikil hlutverk.Óðinn Þór var næstmarkahæstur á HM og valinn í úrvalslið mótsins.mynd/facebook-síða mótsinsNæstu kynslóð landsliðsins Óðinn Þór Ríkharðsson lék stórt hlutverk í liðinu í ár en hann var einn íslenskra leikmanna valinn í úrvalslið mótsins. Óðinn varð næst markahæstur á mótinu þrátt fyrir að hafa aðeins tekið fjögur vítaskot en hann var fljótur að hrósa liðsfélögum sínum. „Þetta mót gekk mjög vel fyrir mig persónulega en þetta er allt vörninni að þakka. Þeir auðvelda fyrir Grétari í markinu og hann er búinn að vera fljótur að finna mig í hraðaupphlaupinu. Svo á þjálfarateymið hrós skilið fyrir sinn þátt í öllum þessum árangri. Einar er þekktur fyrir að leika góðan varnarleik og hraðaupphlaup. Hann vill helst fá 10 hraðaupphlaupsmörk í leik sem ég náði að nýta mér vel á mótinu. Þeir eru frábærir þjálfarar og við gátum ekki gert þetta án þeirra.“ Óðinn var stoltur að heyra að þetta væri í fjórða skiptið sem íslenskt unglingalandslið ynni til verðlauna á stórmóti. „Við erum afar sáttir með þetta. Við stefndum auðvitað á það að fara alla leið en úr því sem komið var var frábært að klára þetta. Þetta er búið að vera frábært sumar með strákunum og maður er stoltur af því sem við höfum afrekað.“ Sagði hann að á endanum væri hins vegar alltaf draumur allra leikmannanna að leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu síðar meir. „Það er náttúrulega frábært að heyra það að við höfum komist í flokk með þessum mönnum. Vonandi getum við leikið eftir þeirra afrek. Það dreymir náttúrulega alla um að spila fyrir landsliði og það er á endanum markmið allra leikmannanna í hópnum.“
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18 Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00 Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45 Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira
Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18
Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00
Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45
Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35
Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38