Lamborghini boðar nýjan 160 milljón króna ofurbíl Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 10:10 Svona gæti ofurbíll Lamborghini litið út. Á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum um síðustu helgi kynnti ítalski bílasmiðurinn Lamborghini smíði ofurbíls sem kosta mun 1,2 milljónir dollara, eða um 160 milljónir króna. Aðeins verða smíðuð 20 eintök af þessum bíl. Þessi nýi bíll verður kynntur á bílssýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann mun verða dýrari en ofurbílarnir Porsche 918, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari og á að slá þeim við í afköstum. Ekki er ljóst hvort að þessi bíll verði knúinn rafmótorum auk öflugrar bensínvélar, en margir telja það ólíklegt þar sem sérsvið Lamborghini liggur ekki beint þar þó svo fyrirtækið hafi kynnt slíkan bíl á síðustu bílasýningu í París í fyrra. Sá bíll bar nafnið Asterion hybrid GT og hefur fyrirtækið hætt við smíði hans, líklega vegna hinnar hörð samkeppni við hina þrjá ofurbílana og skorts á þekkingu við smíði tvíorkubíla. Lamborghini er að auki þekktara fyrir smíði ofuröflugra bíla sem eingöngu notast við kröftugar bensínvélar og þar telja kaupendur Lamborghini bíla þeir eiga að halda sig. Lamborghini er að auki staðráðið í að smíða Urus jeppann sem hefur verið á teikniborði þeirra lengi og með því taka þátt í samkeppninni um sölu ofurjeppa, en flestallir ofurbílasmíðir ætla að koma fram með slíka jeppa á næstunni. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum um síðustu helgi kynnti ítalski bílasmiðurinn Lamborghini smíði ofurbíls sem kosta mun 1,2 milljónir dollara, eða um 160 milljónir króna. Aðeins verða smíðuð 20 eintök af þessum bíl. Þessi nýi bíll verður kynntur á bílssýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann mun verða dýrari en ofurbílarnir Porsche 918, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari og á að slá þeim við í afköstum. Ekki er ljóst hvort að þessi bíll verði knúinn rafmótorum auk öflugrar bensínvélar, en margir telja það ólíklegt þar sem sérsvið Lamborghini liggur ekki beint þar þó svo fyrirtækið hafi kynnt slíkan bíl á síðustu bílasýningu í París í fyrra. Sá bíll bar nafnið Asterion hybrid GT og hefur fyrirtækið hætt við smíði hans, líklega vegna hinnar hörð samkeppni við hina þrjá ofurbílana og skorts á þekkingu við smíði tvíorkubíla. Lamborghini er að auki þekktara fyrir smíði ofuröflugra bíla sem eingöngu notast við kröftugar bensínvélar og þar telja kaupendur Lamborghini bíla þeir eiga að halda sig. Lamborghini er að auki staðráðið í að smíða Urus jeppann sem hefur verið á teikniborði þeirra lengi og með því taka þátt í samkeppninni um sölu ofurjeppa, en flestallir ofurbílasmíðir ætla að koma fram með slíka jeppa á næstunni.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent