Varð að vísa dreng í 5. flokki útaf vegna kynþáttaníðs Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2015 20:30 Aron dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í úrslitakeppni 5. flokks í dag. „Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. Aron varð að vísa leikmanni ÍBV af velli þar sem hann gerði sig sekan um kynþáttafordóma í garð leikmanns í liði Fjölnis. Leikurinn var hluti af úrslitakeppninni í flokki B-liða sem fram fór í Boganum á Akureyri. „Leikmaður Fjölnis gengur þá í burtu og málið virðist búið. Þá kallar leikmaður ÍBV á eftir honum rasísk ummæli sem að sjálfsögðu eiga aldrei að heyrast, hvað þá hjá svona ungum krökkum. Við það reiðist leikmaður Fjölnis, reynir að ráðast á leikmann ÍBV og kýlir hann í magann. Ég sá ekki annað í stöðunni en að senda báða aðila útaf.“ Aron segir að viðbrögð foreldrana hafi verið lítil. „Ég held að þau hafi ekki vitað hvað fór fram, þar sem að þau sátu öll fyrir aftan annað markið, en atvikið átti sér stað á hinum enda vallarins. Aðrir leikmenn vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera eða segja og var leikurinn mjög skrýtinn eftir atvikið, enda hafa þeir kannski ekki lent í atviki sem þessu áður, eða ég vona það allavega.“ Aron segir að þjálfari Fjölnis hafi komið og rætt við hann eftir leikinn. „Hann sagði að þetta mál hefði verið útkljáð á milli þjálfara og leikmaður ÍBV hefði beðist afsökunar. Eðlilega var hann ekki sáttur samt sem áður.“Var að dæma hjá 10-11 ára strákum áðan og þurfti að senda einn útaf vegna rasisma! Hvað er að gerast? #fotboltinet— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 30, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
„Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. Aron varð að vísa leikmanni ÍBV af velli þar sem hann gerði sig sekan um kynþáttafordóma í garð leikmanns í liði Fjölnis. Leikurinn var hluti af úrslitakeppninni í flokki B-liða sem fram fór í Boganum á Akureyri. „Leikmaður Fjölnis gengur þá í burtu og málið virðist búið. Þá kallar leikmaður ÍBV á eftir honum rasísk ummæli sem að sjálfsögðu eiga aldrei að heyrast, hvað þá hjá svona ungum krökkum. Við það reiðist leikmaður Fjölnis, reynir að ráðast á leikmann ÍBV og kýlir hann í magann. Ég sá ekki annað í stöðunni en að senda báða aðila útaf.“ Aron segir að viðbrögð foreldrana hafi verið lítil. „Ég held að þau hafi ekki vitað hvað fór fram, þar sem að þau sátu öll fyrir aftan annað markið, en atvikið átti sér stað á hinum enda vallarins. Aðrir leikmenn vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera eða segja og var leikurinn mjög skrýtinn eftir atvikið, enda hafa þeir kannski ekki lent í atviki sem þessu áður, eða ég vona það allavega.“ Aron segir að þjálfari Fjölnis hafi komið og rætt við hann eftir leikinn. „Hann sagði að þetta mál hefði verið útkljáð á milli þjálfara og leikmaður ÍBV hefði beðist afsökunar. Eðlilega var hann ekki sáttur samt sem áður.“Var að dæma hjá 10-11 ára strákum áðan og þurfti að senda einn útaf vegna rasisma! Hvað er að gerast? #fotboltinet— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 30, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira