Veit ekki hvort maður græði á því að fá svona skell Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Hlynur á ferðinni í landsleik. vísir/getty "Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00 EM 2015 í Berlín Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
"Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00
EM 2015 í Berlín Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira