Rosengård og Piteå gerðu 2-2 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård í dag.
Öll mörk leiksins komu á fyrstu 26 mínútum leiksins og var heldur mikið fjör á fyrsta hálftímanum.
Rosengård er í efsta sæti deildarinnar með 35 stig, einu stigi fyrir ofan Eskilstuna United sem á leik til góða.
