Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:44 Pavel var léttklæddur í viðtali eftir leik. vísir/kolbeinn tumi Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira