Gróði eða græðgi? Skjóðan skrifar 9. september 2015 11:00 Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira