Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2015 18:25 Hlynur í leiknum í dag. vísir/valli „Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365. EM 2015 í Berlín Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira