Hannes: Stór stund fyrir svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:30 Hannes S. Jónsson og Jón Arnór Stefánsson benda á það að íslenski fáninn er á öllum skjáum í Mercedens Benz höllini. Vísir/Valli Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30
Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00
Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45
Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00
Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00
Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00