„Það er gott að vera kominn heim þótt það hefði verið gaman að vera í Hollandi í gær,“ sagði Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV Eindhoven og íslenska landsliðsins, í samtali við Valtý Björn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
„Hollendingar voru kokhraustir fyrir leikinn og það má segja að þeir þurftu að gleypa svolítið stóran og sveittan sokk. Það verður frábært að koma aftur út, ég er búinn að strá salti í sárin á nokkrum leikmönnum og Ruud Van Nistelrooy sem hefur verið í kringum liðið.“
Íslenska U21 árs liðið leikur gegn Frakklandi á morgun á Kópavogsvelli og Hjörtur er spenntur fyrir verkefninu.
„Við ætlum að gera gott mót hérna gegn Frökkum, þeir eru með fanta gott lið en það erum við líka með. Við náðum að leggja góðan grunn í fyrsta leik og liðsheildin í þessu liði er frábær. Markmiðið er að ná í góð úrslit.“
Þá ræddi Hjörtur leikmenn franska landsliðsins þar til íslensku strákarnir hófu skotárás í átt að Valtýri en myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Hjörtur: Hollendingar þurftu að gleypa stóran og sveittan sokk
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið





„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti