Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2015 14:43 Svavar Tryggvi Ómarsson kokkur í Langá með maríulaxinn sinn sem hann tók nýlega í veiðistað 31 1/2 Mynd: KL Veiðin í Langá hefur verið afskaplega góð í sumar og það stefnir í að árið gæti orðið það fimmta besta frá 1974. Það sem er athyglisvert að benda á er að þetta er fyrsta sumarið þar sem áin er eingöngu veidd á flugu en óhætt er að fullyrða að ef maðkurinn hefði farið niður 20. ágúst eins og á fyrri árum væri veiðin núna líklega um 2600-2700 laxar því fyrstu þrjú hollin hafa að jafnaði tekið um 600-700 laxa. Mikið af laxi er í ánni og skiptist veiðin mjög jafnt á milli svæða en það er sem dæmi ennþá að veiðast slangur af laxi í Strengjunum og veiðistöðunum þar fyrir ofan. Bestu árin í Langá eru 2008 með 2970 laxa, 2013 með 2815 laxa og svo 1978 með 2405 laxa. Árin 2010, 2009, 2004, 2003 og 1975 voru með um og yfir 2200 laxa. Áin á eftir að ná þeim seinni töldu nokkuð auðveldlega verði veður skaplegt en nær ekki þremur bestu árunum nema kannski 1978. Þetta ár verður líklega það þriðja til fimmta besta í ánni frá upphafi. Aðeins er farið að bera á legnum laxi í aflanum en ekki í því hlutfalli sem það ætti að vera miðað við árstíma og virðist skýringin á því liggja sama veg og í hinum ánum á vesturlandi þar sem laxinn var að mæta 10-14 dögum á eftir áætlun en sú seinkun á göngum sem var í sumar liggur líklega í síðbúnum straumum. Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Veiðin í Langá hefur verið afskaplega góð í sumar og það stefnir í að árið gæti orðið það fimmta besta frá 1974. Það sem er athyglisvert að benda á er að þetta er fyrsta sumarið þar sem áin er eingöngu veidd á flugu en óhætt er að fullyrða að ef maðkurinn hefði farið niður 20. ágúst eins og á fyrri árum væri veiðin núna líklega um 2600-2700 laxar því fyrstu þrjú hollin hafa að jafnaði tekið um 600-700 laxa. Mikið af laxi er í ánni og skiptist veiðin mjög jafnt á milli svæða en það er sem dæmi ennþá að veiðast slangur af laxi í Strengjunum og veiðistöðunum þar fyrir ofan. Bestu árin í Langá eru 2008 með 2970 laxa, 2013 með 2815 laxa og svo 1978 með 2405 laxa. Árin 2010, 2009, 2004, 2003 og 1975 voru með um og yfir 2200 laxa. Áin á eftir að ná þeim seinni töldu nokkuð auðveldlega verði veður skaplegt en nær ekki þremur bestu árunum nema kannski 1978. Þetta ár verður líklega það þriðja til fimmta besta í ánni frá upphafi. Aðeins er farið að bera á legnum laxi í aflanum en ekki í því hlutfalli sem það ætti að vera miðað við árstíma og virðist skýringin á því liggja sama veg og í hinum ánum á vesturlandi þar sem laxinn var að mæta 10-14 dögum á eftir áætlun en sú seinkun á göngum sem var í sumar liggur líklega í síðbúnum straumum.
Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði