Gættu að því hvers þú óskar þér Jónas Sen skrifar 3. september 2015 12:00 Eyjólfur Eyjólfsson, Fjóla Kristín Nikulásdóttir, Jón Svavar Jósefsson söngvarar í Baldursbrá. Tónlist Baldursbrá, ópera eftir Gunnstein Ólafsson Texti eftir Böðvar Guðmundsson. Norðurljós í Hörpu Laugardaginn 29. ágúst Ég man ekki betur en að barnaóperan Baldursbrá hafi notið aðstoðar sögumanns þegar hún var flutt í konsertuppfærslu fyrir ári. Það hlýtur að vera; enginn texti var fyrir ofan sviðið eins og í venjulegum óperusýningum. Að ætlast til þess að fólk, hvað þá börn, skilji óperusöng er fullmikið af því góða. Maður saknaði sögumannsins á laugardaginn var þegar Baldursbrá var sviðsett í Norðurljósasal Hörpu. Stór hluti áheyrenda var börn, sum mjög lítil. Drengur við hliðina á mér var fljótlega orðinn pirraður og mamma hans þurfti í sífellu að hvísla að honum hvað var að gerast í óperunni. Hvaða fútt er í því? Það er eins og að fara á ódubbaða Disney-mynd með engum texta. Söguþráðurinn er dálítið sérstakur. Eina kvenkyns aðalpersónan er blóm, Baldursbrá sem langar til að sjá heiminn en kemst ekki neitt vegna þess að hún er rótföst á sínum stað í lautu í góðu skjóli. Til að breyta því þarf hún aðstoð spóa, refs og hrúts. Hrúturinn er reyndar vondi gæinn, en hans innlegg er þó mikilvægt afl til góðs undir það síðasta. Að eigin ósk er Baldursbrá rifin upp með rótum og sett á annan stað þar sem útsýnið er miklu betra. En þá er hún ekki lengur í skjóli fyrir norðanvindinum, og það er enginn lækur sem hægt er að drekka úr. Eins og sagt er: Gættu að því hvers þú óskar þér. Þér gæti hlotnast það. Það átti vel við hér. Fyrir utan þetta með sögumanninn, er Baldursbrá ekki slæm óperusýning. Fjóla Kristín Nikulásdóttir söng betur en í fyrra. Röddin var þéttari og barst ágætlega um salinn. Eyjólfur Eyjólfsson var skemmtilegur spói, vandræðalegur og klaufskur, en með hjartað á réttum stað. Söngurinn var fallegur og áreynslulaus. Svipað var uppi á teningnum með söng Jóns Svavars Jósefssonar í hlutverki rebbans. Hann var kröftugur og snarpur og leikurinn fjörlegur. Að öðrum ólöstuðum voru það þó hinir sem stálu senunni. Kór yrðlinganna, sem samanstóð af börnum og unglingum, var frábær. Hann var geislandi líflegur og sönggleðin var smitandi. Segja má að það hafi alltaf birt til í salnum þegar hann hóf upp raust sína. Hrúturinn, sem leikinn var af Davíð Ólafssyni, var einnig magnaður. Höfuðhreyfingarnar hans voru svo líkar alvöru hrút að maður skellti upp úr hvað eftir annað. Það var fyndið – en um leið óhugnanlegt. Hrúturinn er eyðileggjandi afl í sögunni, og Davíð náði að skapa nettan hrylling sem var merkilega sannfærandi. Stór partur af hryllingnum var búningurinn sem Davíð var í. Hann var skapaður af Kristínu R. Berman. Þetta var flott gervi, og sama er að segja um búninga hinna. Þeir voru litríkir og samsvöruðu sér prýðilega við heildarmyndina. Sveinn Einarsson leikstýrði af fagmennsku; leikurinn var eðlilegur og óheftur. Sýningin hefði verið framúrskarandi ef sögumaður hefði skýrt atburðarásina betur. Tónlistin sjálf var eftir Gunnstein Ólafsson sem stjórnaði flutningnum. Hún var ákaflega skemmtileg. Barnaópera þarf að vera aðgengileg, og það var hún svo sannarlega. Þarna var fullt af grípandi laglínum og þær voru prýðilega útsettar fyrir hljómsveitina og söngvarana. Tónmálið var blátt áfram; tónlistin rann ljúflega niður. Gaman væri að heyra meira eftir Gunnstein í nánustu framtíð.Niðurstaða: Skemmtileg tónlist og söngurinn var vandaður. En atburðarásin var ruglingsleg fyrir minnstu börnin. Það vantaði sögumann og óperan missti því marks. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Baldursbrá, ópera eftir Gunnstein Ólafsson Texti eftir Böðvar Guðmundsson. Norðurljós í Hörpu Laugardaginn 29. ágúst Ég man ekki betur en að barnaóperan Baldursbrá hafi notið aðstoðar sögumanns þegar hún var flutt í konsertuppfærslu fyrir ári. Það hlýtur að vera; enginn texti var fyrir ofan sviðið eins og í venjulegum óperusýningum. Að ætlast til þess að fólk, hvað þá börn, skilji óperusöng er fullmikið af því góða. Maður saknaði sögumannsins á laugardaginn var þegar Baldursbrá var sviðsett í Norðurljósasal Hörpu. Stór hluti áheyrenda var börn, sum mjög lítil. Drengur við hliðina á mér var fljótlega orðinn pirraður og mamma hans þurfti í sífellu að hvísla að honum hvað var að gerast í óperunni. Hvaða fútt er í því? Það er eins og að fara á ódubbaða Disney-mynd með engum texta. Söguþráðurinn er dálítið sérstakur. Eina kvenkyns aðalpersónan er blóm, Baldursbrá sem langar til að sjá heiminn en kemst ekki neitt vegna þess að hún er rótföst á sínum stað í lautu í góðu skjóli. Til að breyta því þarf hún aðstoð spóa, refs og hrúts. Hrúturinn er reyndar vondi gæinn, en hans innlegg er þó mikilvægt afl til góðs undir það síðasta. Að eigin ósk er Baldursbrá rifin upp með rótum og sett á annan stað þar sem útsýnið er miklu betra. En þá er hún ekki lengur í skjóli fyrir norðanvindinum, og það er enginn lækur sem hægt er að drekka úr. Eins og sagt er: Gættu að því hvers þú óskar þér. Þér gæti hlotnast það. Það átti vel við hér. Fyrir utan þetta með sögumanninn, er Baldursbrá ekki slæm óperusýning. Fjóla Kristín Nikulásdóttir söng betur en í fyrra. Röddin var þéttari og barst ágætlega um salinn. Eyjólfur Eyjólfsson var skemmtilegur spói, vandræðalegur og klaufskur, en með hjartað á réttum stað. Söngurinn var fallegur og áreynslulaus. Svipað var uppi á teningnum með söng Jóns Svavars Jósefssonar í hlutverki rebbans. Hann var kröftugur og snarpur og leikurinn fjörlegur. Að öðrum ólöstuðum voru það þó hinir sem stálu senunni. Kór yrðlinganna, sem samanstóð af börnum og unglingum, var frábær. Hann var geislandi líflegur og sönggleðin var smitandi. Segja má að það hafi alltaf birt til í salnum þegar hann hóf upp raust sína. Hrúturinn, sem leikinn var af Davíð Ólafssyni, var einnig magnaður. Höfuðhreyfingarnar hans voru svo líkar alvöru hrút að maður skellti upp úr hvað eftir annað. Það var fyndið – en um leið óhugnanlegt. Hrúturinn er eyðileggjandi afl í sögunni, og Davíð náði að skapa nettan hrylling sem var merkilega sannfærandi. Stór partur af hryllingnum var búningurinn sem Davíð var í. Hann var skapaður af Kristínu R. Berman. Þetta var flott gervi, og sama er að segja um búninga hinna. Þeir voru litríkir og samsvöruðu sér prýðilega við heildarmyndina. Sveinn Einarsson leikstýrði af fagmennsku; leikurinn var eðlilegur og óheftur. Sýningin hefði verið framúrskarandi ef sögumaður hefði skýrt atburðarásina betur. Tónlistin sjálf var eftir Gunnstein Ólafsson sem stjórnaði flutningnum. Hún var ákaflega skemmtileg. Barnaópera þarf að vera aðgengileg, og það var hún svo sannarlega. Þarna var fullt af grípandi laglínum og þær voru prýðilega útsettar fyrir hljómsveitina og söngvarana. Tónmálið var blátt áfram; tónlistin rann ljúflega niður. Gaman væri að heyra meira eftir Gunnstein í nánustu framtíð.Niðurstaða: Skemmtileg tónlist og söngurinn var vandaður. En atburðarásin var ruglingsleg fyrir minnstu börnin. Það vantaði sögumann og óperan missti því marks.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira