Hinn umdeildi Kanye West Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2015 11:00 Kanye West er engum líkur vísir/getty Bílslysið Að sjálfsögðu var ekkert umdeilt við bílslysið sem Kanye West lenti í, síðla kvölds í október 2003. Þá var Kanye lítt þekktur taktsmiður. Eftir bílslysið sendi hann frá sér Through the Wire, en textinn í laginu fjallar um slysið og lífið eftir það. Við það skaust Kanye upp á stjörnuhimininn og hefur ekki litið við síðan.Baráttan við Bush „George Bush er sama um svart fólk,“ sagði Kanye West í beinni útsendingu frá söfnun fyrir fórnarlömb hvirfilbylsins Katrínu á NBC. Kanye stóð við hliðina á leikaranum Mike Myers, sem virkaði ótrúlega hissa. Kanye hélt langa ræðu um ástandið á svæðinu sem varð verst úti. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, og um allan heim raunar, sökktu sér ofan í málið og fékk Kanye stóran skerf af gagnrýni. Hann baðst síðar afsökunar á ummælunum.Líkindin við Jesú Kanye hefur nokkrum sinnum líkt sér við sjálfan frelsara kristinna manna og sjaldan hefur það fallið vel í kramið hjá söfnuðum og trúuðum víðs vegar um Bandaríkin. Hann prýddi forsíðu tímaritsins Rolling Stone í kjölfar vinsælda lagsins Jesus Walks. Á forsíðunni var hann með þyrnikórónu eins og Kristur. Washington Post hafði eftir Kanye að hann teldi margt líkt með sér og Jesú og baráttu hans. „Hann þurfti að berjast fyrir því að láta taka eftir sér og leið fyrir velgengni sína.“ Kanye tók samanburðinn enn lengra þegar hann nefndi eina breiðskífu sína Yeezus.Taylor Swift og verðlaunin Af öllu því sem Kanye hefur gert um ævina hefur örugglega ekkert gert almenning jafn reiðan og þegar hann ruddist upp á svið á VMA-verðlaunahátíð MTV árið 2009. Þá var Taylor Swift að taka við verðlaunum fyrir myndband ársins, en Kanye þótti Beyoncé hafa átt verðlaunin skilið. „Ég samgleðst þér, Taylor,“ sagði hann og bætti við: „En Beyoncé átti eitt af bestu myndböndum allra tíma.“Líkindin við Hitler Eftir því sem liðið hefur á feril Kanye virðist hann upplifa að sótt sé að honum í sífellu. Margir furðuðu sig á því þegar hann líkti reynslu sinni við það sem hann taldi foringja nasista hafa þurft að upplifa. „Þegar ég labba niður götuna lítur fólk á mig eins og ég sé fokking geðveikur. Eins og ég sé Hitler.“ AP-fréttastofan sagði frá því að áhorfendur hefðu baulað í kjölfar þess að Kanye lét þessi orð falla. Blaðamaður Los Angeles Times fékk sálfræðing til að greina Kanye í kjölfarið og var niðurstaðan að Kanye glímdi við sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun (sem á ensku er kallað narcissism).Ræðan á sunnudag Á sunnudagskvöldið vakti Kanye svo enn og aftur athygli, með því að lýsa því yfir að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna 2020. Í ræðu, sem hann hélt eftir að Taylor Swift afhenti honum hin svokölluðu Vanguard-verðlaun fyrir góða frammistöðu í gegnum árin, kom hann inn á ýmislegt merkilegt. Til að mynda sagðist hann ekki skilja af hverju svona verðlaunahátíðir væru haldnar yfirhöfuð. Hann gagnrýndi fjölmiðla mikið, meðal annars MTV. Tónlist Tengdar fréttir Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00 Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31 Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25 Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Käärijä mætir á Söngvakeppnina Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Sjá meira
Bílslysið Að sjálfsögðu var ekkert umdeilt við bílslysið sem Kanye West lenti í, síðla kvölds í október 2003. Þá var Kanye lítt þekktur taktsmiður. Eftir bílslysið sendi hann frá sér Through the Wire, en textinn í laginu fjallar um slysið og lífið eftir það. Við það skaust Kanye upp á stjörnuhimininn og hefur ekki litið við síðan.Baráttan við Bush „George Bush er sama um svart fólk,“ sagði Kanye West í beinni útsendingu frá söfnun fyrir fórnarlömb hvirfilbylsins Katrínu á NBC. Kanye stóð við hliðina á leikaranum Mike Myers, sem virkaði ótrúlega hissa. Kanye hélt langa ræðu um ástandið á svæðinu sem varð verst úti. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, og um allan heim raunar, sökktu sér ofan í málið og fékk Kanye stóran skerf af gagnrýni. Hann baðst síðar afsökunar á ummælunum.Líkindin við Jesú Kanye hefur nokkrum sinnum líkt sér við sjálfan frelsara kristinna manna og sjaldan hefur það fallið vel í kramið hjá söfnuðum og trúuðum víðs vegar um Bandaríkin. Hann prýddi forsíðu tímaritsins Rolling Stone í kjölfar vinsælda lagsins Jesus Walks. Á forsíðunni var hann með þyrnikórónu eins og Kristur. Washington Post hafði eftir Kanye að hann teldi margt líkt með sér og Jesú og baráttu hans. „Hann þurfti að berjast fyrir því að láta taka eftir sér og leið fyrir velgengni sína.“ Kanye tók samanburðinn enn lengra þegar hann nefndi eina breiðskífu sína Yeezus.Taylor Swift og verðlaunin Af öllu því sem Kanye hefur gert um ævina hefur örugglega ekkert gert almenning jafn reiðan og þegar hann ruddist upp á svið á VMA-verðlaunahátíð MTV árið 2009. Þá var Taylor Swift að taka við verðlaunum fyrir myndband ársins, en Kanye þótti Beyoncé hafa átt verðlaunin skilið. „Ég samgleðst þér, Taylor,“ sagði hann og bætti við: „En Beyoncé átti eitt af bestu myndböndum allra tíma.“Líkindin við Hitler Eftir því sem liðið hefur á feril Kanye virðist hann upplifa að sótt sé að honum í sífellu. Margir furðuðu sig á því þegar hann líkti reynslu sinni við það sem hann taldi foringja nasista hafa þurft að upplifa. „Þegar ég labba niður götuna lítur fólk á mig eins og ég sé fokking geðveikur. Eins og ég sé Hitler.“ AP-fréttastofan sagði frá því að áhorfendur hefðu baulað í kjölfar þess að Kanye lét þessi orð falla. Blaðamaður Los Angeles Times fékk sálfræðing til að greina Kanye í kjölfarið og var niðurstaðan að Kanye glímdi við sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun (sem á ensku er kallað narcissism).Ræðan á sunnudag Á sunnudagskvöldið vakti Kanye svo enn og aftur athygli, með því að lýsa því yfir að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna 2020. Í ræðu, sem hann hélt eftir að Taylor Swift afhenti honum hin svokölluðu Vanguard-verðlaun fyrir góða frammistöðu í gegnum árin, kom hann inn á ýmislegt merkilegt. Til að mynda sagðist hann ekki skilja af hverju svona verðlaunahátíðir væru haldnar yfirhöfuð. Hann gagnrýndi fjölmiðla mikið, meðal annars MTV.
Tónlist Tengdar fréttir Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00 Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31 Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25 Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Käärijä mætir á Söngvakeppnina Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Sjá meira
Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00
Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31
Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25
Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00