Með gamla menn í hópnum sem lærðu að vera saman áður en Facebook varð til Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 13:00 Arnar Guðjónsson, fyrir miðju, á æfingu íslenska landsliðsins. vísir/andri marinó Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2015 í Berlín Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira