Betur má ef duga skal Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. september 2015 10:00 Enn ein Facebook-byltingin er að eiga sér stað um þessar mundir. Yfir 700 sjálfboðaliðaumsóknir hafa borist til Rauða krossins og yfir tíu þúsund hafa boðið fram húsaskjól, matvæli, félagsskap og kærleik á Facebook-síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“, þar sem almenningur sýnir vilja sinn til að taka á móti mun fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en áætlað er. Þá hafa tæplega níu þúsund skrifað undir áskorun til stjórnvalda, einnig á Facebook, um að taka á móti 5.000 flóttamönnum, hundraðfalt fleirum en ráðgert er. Stjórnvöld tilkynntu í lok júlí að ákveðið hefði verið að taka á móti 50 flóttamönnum á tveimur árum til að létta á straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Áður en borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári bjuggu 20 milljónir manna í landinu. Síðan hafa tólf milljónir yfirgefið heimili sín. Um sex þúsund flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi frá janúar 2014 til júní 2015. Eftir margra mánaða stanslausan fréttaflutning af ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs, þúsundir ótímabærra dauðsfalla flóttafólks og hörmulegar aðstæður í flóttamannabúðum er eins og að stífla hafi sprungið og almenningur fengið nóg. Eitthvað þurfi að gera. Sláandi myndir sem birst hafa á degi hverjum af börnum sem fullorðnum, ýmist lifandi eða látnum, hafa hreyft við fólki. Ráðamenn hafa undanfarna daga lýst yfir sömu áhyggjum og netverjar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að Ísland þyrfti að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við. Hann sagðist fylgjandi því að Íslendingar gerðu meira en ráðgert hefði verið. Sú varfærna stefna sem stjórnvöld hefðu fylgt í þessum málum ætti ekki við í því ástandi sem er uppi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði flóttamannavandann eitt stærsta úrlausnarefni samtímans, enda að umfangi meira en menn hefðu séð frá seinni heimsstyrjöld. Hann hefur sett á laggirnar sérstaka ráðherranefnd til að fylgjast með gangi mála og meta með hvaða hætti Íslendingar geti lagt mest af mörkum til að bregðast við ástandinu. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur talað á sömu nótum. Þrátt fyrir afskekkta legu og smæð þá megum við aldrei hugsa eða haga okkur eins og það sem gerist annars staðar í heiminum komi okkur ekki við. Einangrunarhyggja, hræðsla og minnimáttarkennd eru aldrei merki þess að land sé fullgildur meðlimur í samfélagi þjóðanna. Það er því afskaplega jákvætt að ráðamenn hafi rankað við sér og áttað sig á að 50 flóttamenn, í ljósi umfangs vandans, er óboðlegt í okkar mikla velmegunarþjóðfélagi. Við getum tekið á móti miklu fleiri flóttamönnum og ef rétt er haldið á spöðunum – með hjálp þeirra þúsunda sem hafa sýnt málinu stuðning á samfélagsmiðlunum – tryggt að þeir séu boðnir innilega velkomnir, þeim sé hjálpað að aðlagast íslensku samfélagi sem þannig yrði auðgað til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Flóttamenn Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Enn ein Facebook-byltingin er að eiga sér stað um þessar mundir. Yfir 700 sjálfboðaliðaumsóknir hafa borist til Rauða krossins og yfir tíu þúsund hafa boðið fram húsaskjól, matvæli, félagsskap og kærleik á Facebook-síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“, þar sem almenningur sýnir vilja sinn til að taka á móti mun fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en áætlað er. Þá hafa tæplega níu þúsund skrifað undir áskorun til stjórnvalda, einnig á Facebook, um að taka á móti 5.000 flóttamönnum, hundraðfalt fleirum en ráðgert er. Stjórnvöld tilkynntu í lok júlí að ákveðið hefði verið að taka á móti 50 flóttamönnum á tveimur árum til að létta á straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Áður en borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári bjuggu 20 milljónir manna í landinu. Síðan hafa tólf milljónir yfirgefið heimili sín. Um sex þúsund flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi frá janúar 2014 til júní 2015. Eftir margra mánaða stanslausan fréttaflutning af ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs, þúsundir ótímabærra dauðsfalla flóttafólks og hörmulegar aðstæður í flóttamannabúðum er eins og að stífla hafi sprungið og almenningur fengið nóg. Eitthvað þurfi að gera. Sláandi myndir sem birst hafa á degi hverjum af börnum sem fullorðnum, ýmist lifandi eða látnum, hafa hreyft við fólki. Ráðamenn hafa undanfarna daga lýst yfir sömu áhyggjum og netverjar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að Ísland þyrfti að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við. Hann sagðist fylgjandi því að Íslendingar gerðu meira en ráðgert hefði verið. Sú varfærna stefna sem stjórnvöld hefðu fylgt í þessum málum ætti ekki við í því ástandi sem er uppi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði flóttamannavandann eitt stærsta úrlausnarefni samtímans, enda að umfangi meira en menn hefðu séð frá seinni heimsstyrjöld. Hann hefur sett á laggirnar sérstaka ráðherranefnd til að fylgjast með gangi mála og meta með hvaða hætti Íslendingar geti lagt mest af mörkum til að bregðast við ástandinu. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur talað á sömu nótum. Þrátt fyrir afskekkta legu og smæð þá megum við aldrei hugsa eða haga okkur eins og það sem gerist annars staðar í heiminum komi okkur ekki við. Einangrunarhyggja, hræðsla og minnimáttarkennd eru aldrei merki þess að land sé fullgildur meðlimur í samfélagi þjóðanna. Það er því afskaplega jákvætt að ráðamenn hafi rankað við sér og áttað sig á að 50 flóttamenn, í ljósi umfangs vandans, er óboðlegt í okkar mikla velmegunarþjóðfélagi. Við getum tekið á móti miklu fleiri flóttamönnum og ef rétt er haldið á spöðunum – með hjálp þeirra þúsunda sem hafa sýnt málinu stuðning á samfélagsmiðlunum – tryggt að þeir séu boðnir innilega velkomnir, þeim sé hjálpað að aðlagast íslensku samfélagi sem þannig yrði auðgað til framtíðar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun