Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Werder Bremen sem tapaði 1-0 gegn Ingolstadt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Aron var tekinn af velli á 81. mínútu, en Bremen fékk á sig vítaspyrnu í uppbótartíma. Úr henni skoraði Moritz Hartmann.
Werder Bremen er í því með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina, en þeir eru í níunda sæti deildarinnar. Ingolstadt er í fimmta sætinu með tíu stig.
Bayern Munchen er með fimmtán stig eftir leikina fimm sem búnir eru, en þeir unnu 3-0 sigur á Darmstadt. Arturo Vidal, Kingsley Coman og Sebastian Rode skoruðu mörk Bayern.
Dortmund spilar á morgun gegn Bayer Leverkusen, en Dortmund hefur unnið fjóra fyrstu leikina sína.
Öll úrslit dagsins:
Darmstadt - Bayern Munchen 0-3
FC Köln - Borussia Mönchengladbach 1-0
Hamburger SV - Eintracht Frankfurt 0-0
Werder Bremen - Ingolstadt 0-1
Wolfsburg - Hertha Berlin 2-0
