Ormar á gulli stjórnarmaðurinn skrifar 16. september 2015 08:00 Fréttir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sextíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. Þóknanir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjátíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. Þetta er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturlaðar til að réttlæta endurtekningarnar. Skilanefndarfólk hefur gjarnan réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskiptamiðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. Slíkar borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sérþekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrifstofuhúsnæði á besta stað í stórborg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjárhagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. Þessu er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af fréttum að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. Því er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að réttlæta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. Þau Steinunn og Páll eru holdgervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrotabúum bankanna á langinn út í hið óendanlega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. Það kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fréttir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sextíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. Þóknanir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjátíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. Þetta er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturlaðar til að réttlæta endurtekningarnar. Skilanefndarfólk hefur gjarnan réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskiptamiðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. Slíkar borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sérþekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrifstofuhúsnæði á besta stað í stórborg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjárhagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. Þessu er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af fréttum að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. Því er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að réttlæta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. Þau Steinunn og Páll eru holdgervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrotabúum bankanna á langinn út í hið óendanlega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. Það kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira