Skekkir samkeppnisstöðu bílaleiga Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 07:00 Ef breytingar í nýja fjárlagafrumvarpinu ganga eftir munu bílaleigur borga hærri vörugjöld á næstu árum við innflutning bíla. vísir/gva Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þingskjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningarhlutfall vörugjalda af bifreiðum haldist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda samkvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigubílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveðinni samkeppni við bílaleigufyrirtæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnubifreiða á meðan vörugjöld á bílaleigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bifreiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undanþágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferðaþjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa alltaf verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æskilegt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill.Uppfært kl. 09:37Í prentútgáfu þessarar fréttar stóð að Egill Jóhannsson væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur, hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental og hefur þetta nú verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þingskjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningarhlutfall vörugjalda af bifreiðum haldist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda samkvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigubílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveðinni samkeppni við bílaleigufyrirtæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnubifreiða á meðan vörugjöld á bílaleigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bifreiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undanþágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferðaþjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa alltaf verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æskilegt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill.Uppfært kl. 09:37Í prentútgáfu þessarar fréttar stóð að Egill Jóhannsson væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur, hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental og hefur þetta nú verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira