Tilfinningin var öðruvísi enda ekki í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 07:00 Brynju verður sárt saknað hjá HK. vísir/valli „Þetta gerðist í æfingarleik gegn Haukum í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband á dögunum. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið væri slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 árs landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður og þetta var öðruvísi. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum með snertingu áður en þetta kom í ljós.“ Maður fær víst ekki önnur hnéBrynja eftir leik með íslenska landsliðinu.Mynd/AðsendBrynja gekk í sumar til liðs við uppeldisfélag sitt, HK, á ný en hún heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa eitthvað rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skóla úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitthvað í félögum úti en það var í biðstöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta. Ég var við það á sínum tíma að semja við lið í Svíþjóð og komst ekki í skólann og þurfti að hætta við. Ég vildi ekki lenda í þeim pakka á ný.“ Brynja sagði að það væri svekkjandi að missa af verkefnum íslenska landsliðsins næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurlegt, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búinn að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera í hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segir huggun í því að hún hafi áður snúið aftur eftir jafn erfið meiðsli. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endurhæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að gæta upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
„Þetta gerðist í æfingarleik gegn Haukum í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband á dögunum. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið væri slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 árs landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður og þetta var öðruvísi. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum með snertingu áður en þetta kom í ljós.“ Maður fær víst ekki önnur hnéBrynja eftir leik með íslenska landsliðinu.Mynd/AðsendBrynja gekk í sumar til liðs við uppeldisfélag sitt, HK, á ný en hún heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa eitthvað rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skóla úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitthvað í félögum úti en það var í biðstöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta. Ég var við það á sínum tíma að semja við lið í Svíþjóð og komst ekki í skólann og þurfti að hætta við. Ég vildi ekki lenda í þeim pakka á ný.“ Brynja sagði að það væri svekkjandi að missa af verkefnum íslenska landsliðsins næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurlegt, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búinn að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera í hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segir huggun í því að hún hafi áður snúið aftur eftir jafn erfið meiðsli. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endurhæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að gæta upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira