ÍR er með fullt hús stiga í Olís-deild karla í handbolta eftir dramatískan sigur á Aftureldingu í Austurberginu í kvöld, 25-24.
Þessi lið áttust við í mögnuðum oddaleik í undanúrslitum deildarinnar í fyrra og aftur var viðureign liðanna rafmögnuð í kvöld.
Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, skoraði sigurmarkið þegar um 30 sekúndur voru eftir en Jóhann Jóhansson hafði áður jafnað í 24-24.
Sturla var markahæstur í liði ÍR með níu mörk en Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk.
Hjá Aftureldingu var stórskyttan Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með níu mörk.
Afturelding er með tvö stig í deildinni, en liðið vann Gróttu í fyrstu umferðinni. ÍR er sem fyrr segir með fjögur stig.
Sturla tryggði ÍR sigur gegn Aftureldingu
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



