Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, stórskytta Selfoss í Olís-deild kvenna í handbolta, er búin að framlengja samning sinn við félagið til tveggja ára.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Selfoss sendi frá sér í kvöld, en Hrafnhildur Hanna hefur allan sinn feril spilað með Selfossi.
Þessi unga og öfluga skytta sló í gegn í Olís-deildinni síðasta vetur, en hún endaði mótið sem markahæsti leikmaður deildarinnar með 159 mörk.
Hún var valinn í A-landslið Íslands fyrr á árinu og átti nokkra mjög góða leiki með því.
Selfoss byrjaði Olís-deildina um helgina með flottum sigri á útivelli gegn Haukum þar sem Hrafnhildur skoraði sjö mörk.
„Stjórn handknattleiksdeildar fagnar þessari ákvörðun Hönnu og bindur miklar vonir við að enn aukinn kraftur muni færast í starf deildarinnar,“ segir í fréttatilkynningu Selfyssinga.
Sú markahæsta framlengir við Selfoss
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
