Strippið og dauðarekið Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2015 09:50 Þrátt fyrir að tekið sé að halla á þetta annars frábæra veiðisumar er ennþá veitt í tæpar tvær vikur í þeim ám sem opnuðu síðastar. Veiðin hefur meira að segja verið mjög fín í mörgum ánum þrátt fyrir að liðið sé á september og tala veiðimenn jafnvel um að ástandið sé þannig að það sé eins og að veiða í loka ágúst. Ennþá veiðist bjartur fiskur víða og meira að segja einn og einn lúsugur. Haustveiðin getur oft verið meira krefjandi en veiðin fyrst á sumrin enda eru laxarnir margir búnir að sjá sinn skerf af flugum. Þegar vatnið er gott svona síðsumars og ekki orðið mjög kalt virkar oft vel að minnka flugurnar og draga ekki inn, já nákvæmlega, draga ekki inn! Það er mjög vinsælt að „strippa“ laxinn upp en það er þegar flugan er dreginn inn mjög hratt, ýmist í stuttum hröðum drætti eða löngum hröðum drætti. Báðar aðferðir virka vel en það er líka misjafnt, einhverrra hluta vegna, hvor aðferðin virkar betur og þá er þetta líka misjafnt eftir veiðiánni. Þegar verið er að veiða hyl eða breiða byrjar veiðimaðurinn efst í staðnum og veiðir sig niður. Þá er gott að fylgja smá reglu, kannski er þessu frekar beint til þeirra sem eru nýir í veiðinni, en það er að taka tvo köst og taka svo tvö skref niður. Með þessu kembir þú staðin vel og nærð góðri yfirferð með flugunni. Varðandi á hvaða hraða þú átt að draga inn þá má kannski gera eitt. Undirritaður hefur mest veitt á „dauðarekið“ í sumar en þá er flugunni kastað út og hún látinn reka eftir hraða straumsins án þess að draga inn. Ef rennslið er mjög hægt er aðeins dregið inn en hægt þó. Til að gleðja „stripparana“ þá er hægt að bæta við þriðja kastinu, fyrstu tvö köstin á rekinu og þriðja kastið í stuttu hröðu strippi. Með þessu ferðu vel yfir staðin með báðum aðferðum og svo er bara spurning hvor aðferðin virkar í hvaða hyl því það getur líka verið misjafnt. Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði
Þrátt fyrir að tekið sé að halla á þetta annars frábæra veiðisumar er ennþá veitt í tæpar tvær vikur í þeim ám sem opnuðu síðastar. Veiðin hefur meira að segja verið mjög fín í mörgum ánum þrátt fyrir að liðið sé á september og tala veiðimenn jafnvel um að ástandið sé þannig að það sé eins og að veiða í loka ágúst. Ennþá veiðist bjartur fiskur víða og meira að segja einn og einn lúsugur. Haustveiðin getur oft verið meira krefjandi en veiðin fyrst á sumrin enda eru laxarnir margir búnir að sjá sinn skerf af flugum. Þegar vatnið er gott svona síðsumars og ekki orðið mjög kalt virkar oft vel að minnka flugurnar og draga ekki inn, já nákvæmlega, draga ekki inn! Það er mjög vinsælt að „strippa“ laxinn upp en það er þegar flugan er dreginn inn mjög hratt, ýmist í stuttum hröðum drætti eða löngum hröðum drætti. Báðar aðferðir virka vel en það er líka misjafnt, einhverrra hluta vegna, hvor aðferðin virkar betur og þá er þetta líka misjafnt eftir veiðiánni. Þegar verið er að veiða hyl eða breiða byrjar veiðimaðurinn efst í staðnum og veiðir sig niður. Þá er gott að fylgja smá reglu, kannski er þessu frekar beint til þeirra sem eru nýir í veiðinni, en það er að taka tvo köst og taka svo tvö skref niður. Með þessu kembir þú staðin vel og nærð góðri yfirferð með flugunni. Varðandi á hvaða hraða þú átt að draga inn þá má kannski gera eitt. Undirritaður hefur mest veitt á „dauðarekið“ í sumar en þá er flugunni kastað út og hún látinn reka eftir hraða straumsins án þess að draga inn. Ef rennslið er mjög hægt er aðeins dregið inn en hægt þó. Til að gleðja „stripparana“ þá er hægt að bæta við þriðja kastinu, fyrstu tvö köstin á rekinu og þriðja kastið í stuttu hröðu strippi. Með þessu ferðu vel yfir staðin með báðum aðferðum og svo er bara spurning hvor aðferðin virkar í hvaða hyl því það getur líka verið misjafnt.
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði