Pedersen verður áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 06:00 Pedersen þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Tyrkjum. vísir/valli Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket. EM 2015 í Berlín Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira