Getur ekki ímyndað sér húmorlaust líf Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. september 2015 09:30 Vísir/Getty „Ég er ótrúlega spenntur að koma. Þegar ég var ungur maður las ég Íslendingasögur og þær áttu stóran stað í huga mínum í mörg ár. Ég las Laxdælu og Egils sögu og ég ætla að lesa einhverja af þeim í fluginu til Reykjavíkur,“ segir Cronenberg léttur í lund. Hann hefur verið iðinn við kolann og leikstýrt tuttugu og einni mynd í fullri lengd auk fjölda annarra leikstjórnarverkefna á borð við auglýsingar, stuttmyndir og sjónvarpsseríur. Hann skapaði sér nafn sem konungur líkamlegs hryllings eða Barón blóðsins með myndum á borð við The Fly sem kom út árið 1986 og Dead Ringers sem kom út árið 1988, en myndir hans fara gegn hefðbundnum frásagnarstíl og fjalla oft á tíðum á myrkran hátt um eðli mannsins. Einnig hefur hann hlotið fjölda verðlauna á ferlinum og mun hljóta heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Þrátt fyrir þennan farsæla feril segir hann það þó ekki alltaf hafa verið á stefnuskránni að gerast kvikmyndagerðarmaður. „Ég hélt alltaf að ég yrði skáldsagnahöfundur ef ég á að vera hreinskilinn. Í fyrra gaf ég út mína fyrstu skáldsögu og þá fannst mér ég vera að snúa aftur á einhvern vettvang sem var mér alltaf mjög hugleikinn því ég skrifaði mikið þegar ég var ungur. Það að ég fór út í kvikmyndagerð var nánast slys. Það kom mér á óvart að ég varð kvikmyndagerðarmaður en ekki rithöfundur,“ segir hann og hlær. Skáldsaga Cronenbergs ber nafnið Consumed og hlaut hún góðar viðtökur og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Einhverjum fannst að ég ætti að gera mynd upp úr skáldsögunni. Ég hélt fyrst um sinn að ég hefði áhuga á að gera það en hætti svo við. Ég skrifaði söguna og það er nóg, en ef einhver annar vill gera mynd eða sjónvarpsseríu úr henni þá er það fínt. Það er kannski of nálægt manni og of kunnuglegt, eins og að endurtaka sig. Ég vil gera hluti sem halda mér áhugasömum.“ Leikstjórinn verður líkt og áður segir heiðursgestur á RIFF í ár og verður maraþonsýning á myndunum Rapid frá árinu 1977, Brood frá árinu 1979 og The Fly frá árinu 1986 föstudagskvöldið 25. september og einnig tekur leikstjórinn þátt í meistaraspjalli á vegum hátíðarinnar. Cronenberg er hrifinn af kvikmyndahátíðum og segir oft einstaka stemningu kvikna, einnig fagnar hann auknum fjölda hátíða um heim allan. „Kvikmyndahátíðir eru mjög mikilvægar, sum af áhugaverðustu kvikmyndaverkunum er bara hægt að sjá á kvikmyndahátíðum. Það er mjög mikið af kvikmyndahátíðum í heiminum núna en það eru ekki mörg ár síðan þær voru bara nokkrar,“ segir hann og heldur áfram: „Hátíðirnar færa saman fóli sem er virkilega spennt fyrir kvikmyndum. Þar er mikil ástríða og umræður sem er yndisleg upplifun.“ Þótt hann sé oft nefndur Barón blóðsins segir Cronenberg það einfaldlega viðurnefni sem festist við hann snemma á ferlinum. „Á þessum tíma var ég eingöngu að gera hryllingsmyndir og var að keppa við John Carpenter og fleiri. Við vorum allir að leita leiða til þess að draga athygli að okkur. Ég myndi nú ekki segja að ég skilgreini mig svona í dag en nafnið virðist hafa fest við mig,“ segir hann og hlær góðlátlega. Þó að mörgum renni sjálfsagt kalt vatn milli skins og hörunds þegar þeir horfa á myndir á borð við The Fly þá segist Cronenberg þó að í þeim öllum megi finna einhvers konar húmor. „Mér finnast allar myndirnar mínar á einhvern hátt fyndnar. Ég get ekki ímyndað mér lífið á húmors. Þær eru kannski ekki fyndnar á kaldhæðinn hátt eins og Scream en fyndnar á raunverulegan máta og húmorinn kemur einhvers staðar djúpt úr innviðum myndarinnar." Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Barón blóðsins verður heiðursgestur á RIFF Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg, oft nefndur barón blóðsins og konungur líkamlegs hryllings, hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár. 5. maí 2015 07:30 David Cronenberg leikstýrir The Fly óperu í París Leikstjóranum David Cronenberg var vel fagnað í Théâtre du Châtelet óperunni í París í gær. Hann leikstýrir óperu sem er endurgerð á hryllingsmyndinni The Fly. Howard Shore gerir tónlistina og Placido Domingo stjórnar hljómsveit. 3. júlí 2008 15:30 Cronenberg gríðarstór biti David Cronenberg er heiðursgestur Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, í ár og mun RIFF í samstarfi við Nexus halda maraþonsýningum á hrollvekjum leikstjórans. 3. september 2015 07:30 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega spenntur að koma. Þegar ég var ungur maður las ég Íslendingasögur og þær áttu stóran stað í huga mínum í mörg ár. Ég las Laxdælu og Egils sögu og ég ætla að lesa einhverja af þeim í fluginu til Reykjavíkur,“ segir Cronenberg léttur í lund. Hann hefur verið iðinn við kolann og leikstýrt tuttugu og einni mynd í fullri lengd auk fjölda annarra leikstjórnarverkefna á borð við auglýsingar, stuttmyndir og sjónvarpsseríur. Hann skapaði sér nafn sem konungur líkamlegs hryllings eða Barón blóðsins með myndum á borð við The Fly sem kom út árið 1986 og Dead Ringers sem kom út árið 1988, en myndir hans fara gegn hefðbundnum frásagnarstíl og fjalla oft á tíðum á myrkran hátt um eðli mannsins. Einnig hefur hann hlotið fjölda verðlauna á ferlinum og mun hljóta heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Þrátt fyrir þennan farsæla feril segir hann það þó ekki alltaf hafa verið á stefnuskránni að gerast kvikmyndagerðarmaður. „Ég hélt alltaf að ég yrði skáldsagnahöfundur ef ég á að vera hreinskilinn. Í fyrra gaf ég út mína fyrstu skáldsögu og þá fannst mér ég vera að snúa aftur á einhvern vettvang sem var mér alltaf mjög hugleikinn því ég skrifaði mikið þegar ég var ungur. Það að ég fór út í kvikmyndagerð var nánast slys. Það kom mér á óvart að ég varð kvikmyndagerðarmaður en ekki rithöfundur,“ segir hann og hlær. Skáldsaga Cronenbergs ber nafnið Consumed og hlaut hún góðar viðtökur og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Einhverjum fannst að ég ætti að gera mynd upp úr skáldsögunni. Ég hélt fyrst um sinn að ég hefði áhuga á að gera það en hætti svo við. Ég skrifaði söguna og það er nóg, en ef einhver annar vill gera mynd eða sjónvarpsseríu úr henni þá er það fínt. Það er kannski of nálægt manni og of kunnuglegt, eins og að endurtaka sig. Ég vil gera hluti sem halda mér áhugasömum.“ Leikstjórinn verður líkt og áður segir heiðursgestur á RIFF í ár og verður maraþonsýning á myndunum Rapid frá árinu 1977, Brood frá árinu 1979 og The Fly frá árinu 1986 föstudagskvöldið 25. september og einnig tekur leikstjórinn þátt í meistaraspjalli á vegum hátíðarinnar. Cronenberg er hrifinn af kvikmyndahátíðum og segir oft einstaka stemningu kvikna, einnig fagnar hann auknum fjölda hátíða um heim allan. „Kvikmyndahátíðir eru mjög mikilvægar, sum af áhugaverðustu kvikmyndaverkunum er bara hægt að sjá á kvikmyndahátíðum. Það er mjög mikið af kvikmyndahátíðum í heiminum núna en það eru ekki mörg ár síðan þær voru bara nokkrar,“ segir hann og heldur áfram: „Hátíðirnar færa saman fóli sem er virkilega spennt fyrir kvikmyndum. Þar er mikil ástríða og umræður sem er yndisleg upplifun.“ Þótt hann sé oft nefndur Barón blóðsins segir Cronenberg það einfaldlega viðurnefni sem festist við hann snemma á ferlinum. „Á þessum tíma var ég eingöngu að gera hryllingsmyndir og var að keppa við John Carpenter og fleiri. Við vorum allir að leita leiða til þess að draga athygli að okkur. Ég myndi nú ekki segja að ég skilgreini mig svona í dag en nafnið virðist hafa fest við mig,“ segir hann og hlær góðlátlega. Þó að mörgum renni sjálfsagt kalt vatn milli skins og hörunds þegar þeir horfa á myndir á borð við The Fly þá segist Cronenberg þó að í þeim öllum megi finna einhvers konar húmor. „Mér finnast allar myndirnar mínar á einhvern hátt fyndnar. Ég get ekki ímyndað mér lífið á húmors. Þær eru kannski ekki fyndnar á kaldhæðinn hátt eins og Scream en fyndnar á raunverulegan máta og húmorinn kemur einhvers staðar djúpt úr innviðum myndarinnar."
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Barón blóðsins verður heiðursgestur á RIFF Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg, oft nefndur barón blóðsins og konungur líkamlegs hryllings, hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár. 5. maí 2015 07:30 David Cronenberg leikstýrir The Fly óperu í París Leikstjóranum David Cronenberg var vel fagnað í Théâtre du Châtelet óperunni í París í gær. Hann leikstýrir óperu sem er endurgerð á hryllingsmyndinni The Fly. Howard Shore gerir tónlistina og Placido Domingo stjórnar hljómsveit. 3. júlí 2008 15:30 Cronenberg gríðarstór biti David Cronenberg er heiðursgestur Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, í ár og mun RIFF í samstarfi við Nexus halda maraþonsýningum á hrollvekjum leikstjórans. 3. september 2015 07:30 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Barón blóðsins verður heiðursgestur á RIFF Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg, oft nefndur barón blóðsins og konungur líkamlegs hryllings, hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár. 5. maí 2015 07:30
David Cronenberg leikstýrir The Fly óperu í París Leikstjóranum David Cronenberg var vel fagnað í Théâtre du Châtelet óperunni í París í gær. Hann leikstýrir óperu sem er endurgerð á hryllingsmyndinni The Fly. Howard Shore gerir tónlistina og Placido Domingo stjórnar hljómsveit. 3. júlí 2008 15:30
Cronenberg gríðarstór biti David Cronenberg er heiðursgestur Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, í ár og mun RIFF í samstarfi við Nexus halda maraþonsýningum á hrollvekjum leikstjórans. 3. september 2015 07:30