Með sína eigin tískusýningu á London Fashion Week Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. september 2015 08:00 Aníta á framtíðina fyrir sér í tískubransanum en draumurinn er að sýna hönnunina um allan heim. mynd/aðsend Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að. Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að.
Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira