Spánverjar sendu heimamenn út úr Evrópumótinu eftir spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 17:33 Pau Gasol í baráttunni við Dirk Nowitzki í leiknum. Vísir/Getty Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira