Serbarnir unnu íslenska riðilinn á fullu húsi | Léku sér að Ítölum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 14:13 Vísir/Getty Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Serbar unnu þar með alla fimm leiki sína í Berlín og mæta því á svaka siglingu inn í sextán liða úrslitin sem hefjast strax á laugardaginn í Lille í Frakklandi. Ítalir sem voru búnir að vinna þrjá leiki í röð vita það ekki fyrr en á eftir í hvaða sæti þeir enda í riðlinum. Þeir voru hinsvegar öryggir í sextán liða úrslitin fyrir leikinn. Milos Teodosic, leikstjórnandi serbneska liðsins, var áfram allt í öllu hjá liðinu alveg eins og í sigrinum á Tyrkjum í gær. Teodosic var með 17 stig og 13 stoðsendingar í gær en 26 stig og 8 stoðsendingar í dag. Serbarnir unnu með 31 stigi þegar hann var inná vellinum. Nemanja Bjelica, sem virðist hafa verið að spara sig í síðustu leikjum skoraði öll 19 stigin sín í leiknum í seinni hálfleiknum. Ítalir léku án Marco Belinelli og munaði mikið um það enda hefur hann verið að gera út um síðustu leiki liðsins. Alessandro Gentile var stigahæstur hjá Ítalíu með 19 stig og Andrea Bargnani skoraði 17 stig. Milos Teodosic skoraði 14 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Serbum að komast í 25-12. Serbar voru síðan 25-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Serbar náðu mest 13 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 47-34, en Ítalir unnu síðustu tvær mínútur hálfleiksins 6-1 og minnkuðu muninn í átta stig fyrir hálfleik, 48-40. Milos Teodosic var kominn með 19 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og var þá búinn að eigan beinan þátt í tólf af átján körfum serbneska liðsins í hálfleiknum. Ítalir náðu að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik með því að minnka muninn í sex stig í upphafi þess þriðja, 52-46. Serbarnir gáfu þá aftur í og eftir 11-2 sprett á tæpum tveimur mínútum var munurinn orðinn fimmtán stig, 63-48. Nemanja Bjelica fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði alls fimmtán stig í leikhlutanum en hann tók ekki skot í fyrri hálfleiknum. Alessandro Gentile hélt Ítölum inn í leiknum í þriðja leikhlutanum með því að skora einn 12 stig en Serbar unnu 3. leikhlutann á endanum 28-19 og voru því sautján stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-59. Serbar áttu ekki í miklum vandræðum í fjórða leikhlutanum og frábærir leikmenn liðsins skiptust á flottum tilþrifum. Markviss leikur liðsins mun valda mörgum liðum vandræðum í framhaldinu á mótinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Serbar unnu þar með alla fimm leiki sína í Berlín og mæta því á svaka siglingu inn í sextán liða úrslitin sem hefjast strax á laugardaginn í Lille í Frakklandi. Ítalir sem voru búnir að vinna þrjá leiki í röð vita það ekki fyrr en á eftir í hvaða sæti þeir enda í riðlinum. Þeir voru hinsvegar öryggir í sextán liða úrslitin fyrir leikinn. Milos Teodosic, leikstjórnandi serbneska liðsins, var áfram allt í öllu hjá liðinu alveg eins og í sigrinum á Tyrkjum í gær. Teodosic var með 17 stig og 13 stoðsendingar í gær en 26 stig og 8 stoðsendingar í dag. Serbarnir unnu með 31 stigi þegar hann var inná vellinum. Nemanja Bjelica, sem virðist hafa verið að spara sig í síðustu leikjum skoraði öll 19 stigin sín í leiknum í seinni hálfleiknum. Ítalir léku án Marco Belinelli og munaði mikið um það enda hefur hann verið að gera út um síðustu leiki liðsins. Alessandro Gentile var stigahæstur hjá Ítalíu með 19 stig og Andrea Bargnani skoraði 17 stig. Milos Teodosic skoraði 14 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Serbum að komast í 25-12. Serbar voru síðan 25-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Serbar náðu mest 13 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 47-34, en Ítalir unnu síðustu tvær mínútur hálfleiksins 6-1 og minnkuðu muninn í átta stig fyrir hálfleik, 48-40. Milos Teodosic var kominn með 19 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og var þá búinn að eigan beinan þátt í tólf af átján körfum serbneska liðsins í hálfleiknum. Ítalir náðu að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik með því að minnka muninn í sex stig í upphafi þess þriðja, 52-46. Serbarnir gáfu þá aftur í og eftir 11-2 sprett á tæpum tveimur mínútum var munurinn orðinn fimmtán stig, 63-48. Nemanja Bjelica fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði alls fimmtán stig í leikhlutanum en hann tók ekki skot í fyrri hálfleiknum. Alessandro Gentile hélt Ítölum inn í leiknum í þriðja leikhlutanum með því að skora einn 12 stig en Serbar unnu 3. leikhlutann á endanum 28-19 og voru því sautján stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-59. Serbar áttu ekki í miklum vandræðum í fjórða leikhlutanum og frábærir leikmenn liðsins skiptust á flottum tilþrifum. Markviss leikur liðsins mun valda mörgum liðum vandræðum í framhaldinu á mótinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45
Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum