Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 15:30 Haukur Helgi í baráttunni gegn Spánverjum í gær. Vísir/Valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00