„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2015 22:02 Alfreð fagnar marki sínu úti við hornfána í kvöld. Vísir/AFP Alfreð Finnbogason skráði sig á spjöld grískrar knattspyrnusögu þegar hann skoraði sigurmark Olympiakos gegn Arsenal í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik og um miðjan hálfleikinn afgreiddi hann knöttinn afar snyrtilega í netið úr vítateignum.„Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði hetja Olympiakos í samtali við Vísi um klukkustund eftir að leik lauk. Alfreð var skiljanlega afar ánægður með kvöldverkið sitt sem er ekki aðeins glæsilegt heldur einnig sögulegt. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni,“ segir Alfreð sem fékk þau skilaboð í fyrri hálfleik að hann ætti að gera sig kláran til að koma inn á í hálfleik. Þetta er fyrsta mark Íslendings í Meistaradeildinni í yfir átta ár. Eiður Smári Guðjohnsen var þangað til í kvöld eini íslenski leikmaðurinn til þess að skora í keppninni. Mark Alfreðs var um leið hans fyrsta í keppnisleik fyrir gríska félagið.Að neðan má sjá sigurmarkið í magnaðri lýsingu Harðar Magnússonar. Verður bara að láta vaða Alfreð hefur spilað margan stórleikinn í evrópskum fótbolta undanfarin ár og sömuleiðis með íslenska landsliðinu. Hann viðurkennir þó að það hafi verið smá skjálfti í honum að koma inn á í hálfleik. „Það er erfiðara að koma inn á en að byrja leiki,“ segir Alfreð sem var fljótur að láta skot ríða af í síðari hálfleik. Tilraunin var langt utan teigs og var skotið ansi fjarri markinu í það skiptið. Menn skora þó ekki nema þeir skjóti og skottilraunin til marks um áræðni landsliðsmannsins. „Maður veit ekkert hvað maður fær mörg færi til að skjóta. Það verður bara að láta vaða,“ segir Alfreð. „Ég hitti hann ekki alveg eins og ég ætlaði,“ bætir húmoristinn þó við og hlær.Alfreð er búinn að skrá sig í sögubækurnar hjá Olympiacos.Klárlega einn sá stærsti Hætt er við að stuðningsmenn Olympiakos fagni sigrinum í kvöld vel heima í Grikklandi líkt og á þriðja þúsund stuðningsmenn sem mættu á Emirates-leikvanginn í London í kvöld. „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð afar sáttur með áhorfendurna 2500 sem studdu vel við bakið á Alfreð og félögum. Aðspurður um hvort það sé ekki viss léttir að vera búinn að skora fyrsta markið fyrir félagið og komast í uppáhald hjá stuðningsmönnunum heldur Alfreð ró sinni: „Ég kom hingað í þeim tilgangi að spila og þjóna liðinu. Þetta er klárlega einn af stærstu útisigrum félagsins í Meistaradeild og nú er bara að fylgja því eftir,“ segir framherjinn og minnir á að framundan eru tveir erfiðir leikir gegn Dynamo Zagreb í riðlakeppninni. Alfreð í umspilsleiknum gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014. Framundan eru leikir gegn Dynamo Zagreb sem spilar heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í króatísku höfuðborginni.Vísir/EPAAllir vilja spila á EM Ljóst er að landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck hefur verið að fylgjast með okkar manni í kvöld enda einn af sérfræðingum sænska sjónvarpsins í Meistaradeildinni. Markið ætti að styrkja stöðu Alfreðs í íslenska landsliðinu þar sem hann hefur dvalið löngum stundum á varamannabekknum í yfirstandandi undankeppni. „Ég get bara gert eins vel og ég get með mínu félagsliði. Þetta er mjög stórt ár hjá mörgum leikmönnum því það vilja auðvitað allir spila á EM.“ Alfreð er stuðningsmaður Manchester United í Englandi og því eðlilegt að spyrja hvort ekki hafi verið sérstaklega skemmtilegt að skora gegn Arsenal. „Maður hefur auðvitað alltaf fylgst mest með enska boltanum þannig að það er ánægjulegt að skora á Englandi,“ segir Alfreð. „Ætli það sé ekki fyrst og fremst gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal,“ segir framherjinn léttur.Að neðan má svo sjá viðtal sem Alfreð veitti sænska sjónvarpinu að leik loknum og umræðuna í Meistaradeildarmörkunum hjá Gumma Ben, Hjörvari Hafliða og Óskari Hrafni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Alfreð Finnbogason skráði sig á spjöld grískrar knattspyrnusögu þegar hann skoraði sigurmark Olympiakos gegn Arsenal í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik og um miðjan hálfleikinn afgreiddi hann knöttinn afar snyrtilega í netið úr vítateignum.„Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði hetja Olympiakos í samtali við Vísi um klukkustund eftir að leik lauk. Alfreð var skiljanlega afar ánægður með kvöldverkið sitt sem er ekki aðeins glæsilegt heldur einnig sögulegt. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni,“ segir Alfreð sem fékk þau skilaboð í fyrri hálfleik að hann ætti að gera sig kláran til að koma inn á í hálfleik. Þetta er fyrsta mark Íslendings í Meistaradeildinni í yfir átta ár. Eiður Smári Guðjohnsen var þangað til í kvöld eini íslenski leikmaðurinn til þess að skora í keppninni. Mark Alfreðs var um leið hans fyrsta í keppnisleik fyrir gríska félagið.Að neðan má sjá sigurmarkið í magnaðri lýsingu Harðar Magnússonar. Verður bara að láta vaða Alfreð hefur spilað margan stórleikinn í evrópskum fótbolta undanfarin ár og sömuleiðis með íslenska landsliðinu. Hann viðurkennir þó að það hafi verið smá skjálfti í honum að koma inn á í hálfleik. „Það er erfiðara að koma inn á en að byrja leiki,“ segir Alfreð sem var fljótur að láta skot ríða af í síðari hálfleik. Tilraunin var langt utan teigs og var skotið ansi fjarri markinu í það skiptið. Menn skora þó ekki nema þeir skjóti og skottilraunin til marks um áræðni landsliðsmannsins. „Maður veit ekkert hvað maður fær mörg færi til að skjóta. Það verður bara að láta vaða,“ segir Alfreð. „Ég hitti hann ekki alveg eins og ég ætlaði,“ bætir húmoristinn þó við og hlær.Alfreð er búinn að skrá sig í sögubækurnar hjá Olympiacos.Klárlega einn sá stærsti Hætt er við að stuðningsmenn Olympiakos fagni sigrinum í kvöld vel heima í Grikklandi líkt og á þriðja þúsund stuðningsmenn sem mættu á Emirates-leikvanginn í London í kvöld. „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð afar sáttur með áhorfendurna 2500 sem studdu vel við bakið á Alfreð og félögum. Aðspurður um hvort það sé ekki viss léttir að vera búinn að skora fyrsta markið fyrir félagið og komast í uppáhald hjá stuðningsmönnunum heldur Alfreð ró sinni: „Ég kom hingað í þeim tilgangi að spila og þjóna liðinu. Þetta er klárlega einn af stærstu útisigrum félagsins í Meistaradeild og nú er bara að fylgja því eftir,“ segir framherjinn og minnir á að framundan eru tveir erfiðir leikir gegn Dynamo Zagreb í riðlakeppninni. Alfreð í umspilsleiknum gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014. Framundan eru leikir gegn Dynamo Zagreb sem spilar heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í króatísku höfuðborginni.Vísir/EPAAllir vilja spila á EM Ljóst er að landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck hefur verið að fylgjast með okkar manni í kvöld enda einn af sérfræðingum sænska sjónvarpsins í Meistaradeildinni. Markið ætti að styrkja stöðu Alfreðs í íslenska landsliðinu þar sem hann hefur dvalið löngum stundum á varamannabekknum í yfirstandandi undankeppni. „Ég get bara gert eins vel og ég get með mínu félagsliði. Þetta er mjög stórt ár hjá mörgum leikmönnum því það vilja auðvitað allir spila á EM.“ Alfreð er stuðningsmaður Manchester United í Englandi og því eðlilegt að spyrja hvort ekki hafi verið sérstaklega skemmtilegt að skora gegn Arsenal. „Maður hefur auðvitað alltaf fylgst mest með enska boltanum þannig að það er ánægjulegt að skora á Englandi,“ segir Alfreð. „Ætli það sé ekki fyrst og fremst gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal,“ segir framherjinn léttur.Að neðan má svo sjá viðtal sem Alfreð veitti sænska sjónvarpinu að leik loknum og umræðuna í Meistaradeildarmörkunum hjá Gumma Ben, Hjörvari Hafliða og Óskari Hrafni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30