Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2015 09:24 Miðfjarðará var þétt setin af laxi í sumar. Fleiri laxveiðiár hafa lokað veiðisvæðum sínum og nú berast fleiri tölur sem flestar bera keim af góðu veiðisumri. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið gott sumar enda er heildarveiðin nú algjör viðsnúningur frá árinu í fyrra og ljóst að þetta sumar fer í bækurnar sem eitt af bestu sumrum sem veiðimenn hafa kynnst. Þetta hefur miki áhrif á bókanir fyrir næsta sumar og er staðan orðin þannig að nú þegar er t.d. stærstur hluti daga í Ytri Rangá seldur og líklega er óhætt að skjóta á að Miðfjarðará og Laxá á Ásum séu svo gott sem uppseldar fyrir 2016. Þær tvær hafa hæstu meðalveiði á stöng eftir sumarið og eins og við höfum greint frá sló Miðfjarðará met meðal sjálfbæru ánna og veiðin í Laxá á Ásum er ein sú besta í 40 ár. Lokatölur úr þeim ám sem þegar hafa lokað eru hér að neðan og veiðin í fyrrasumar í sviga þar fyrir aftan.:Miðfjarðará - 6.028 laxar (1.694)Blanda - 4.829 laxar (1.931)Norðurá - 2.886 laxar (924)Þverá/Kjarrá - 2.364 laxar (1.195)Laxá á Ásum - 1.795 laxar (1.006)Haffjarðará - 1.660 laxar (821)Laxá í Aðaldal - 1.181 laxar (849) Listann í heild sinni má finna á heimasíðu Landssambands veiðifélaga á þessum link hér. Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði
Fleiri laxveiðiár hafa lokað veiðisvæðum sínum og nú berast fleiri tölur sem flestar bera keim af góðu veiðisumri. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið gott sumar enda er heildarveiðin nú algjör viðsnúningur frá árinu í fyrra og ljóst að þetta sumar fer í bækurnar sem eitt af bestu sumrum sem veiðimenn hafa kynnst. Þetta hefur miki áhrif á bókanir fyrir næsta sumar og er staðan orðin þannig að nú þegar er t.d. stærstur hluti daga í Ytri Rangá seldur og líklega er óhætt að skjóta á að Miðfjarðará og Laxá á Ásum séu svo gott sem uppseldar fyrir 2016. Þær tvær hafa hæstu meðalveiði á stöng eftir sumarið og eins og við höfum greint frá sló Miðfjarðará met meðal sjálfbæru ánna og veiðin í Laxá á Ásum er ein sú besta í 40 ár. Lokatölur úr þeim ám sem þegar hafa lokað eru hér að neðan og veiðin í fyrrasumar í sviga þar fyrir aftan.:Miðfjarðará - 6.028 laxar (1.694)Blanda - 4.829 laxar (1.931)Norðurá - 2.886 laxar (924)Þverá/Kjarrá - 2.364 laxar (1.195)Laxá á Ásum - 1.795 laxar (1.006)Haffjarðará - 1.660 laxar (821)Laxá í Aðaldal - 1.181 laxar (849) Listann í heild sinni má finna á heimasíðu Landssambands veiðifélaga á þessum link hér.
Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði