Halldór: Gæfumst líklega upp ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. september 2015 22:31 Halldór Jóhann ræddi hlutina við fjölmiðla í leikslok. vísir/anton „Við erum komnir í smá holu og það er smá krísa hjá okkur. Við getum ekki neitað því, en mér fannst við spila virkilega öflugan varnarleik í dag ef við tökum eitthvað jákvætt út úr þessu,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við fjölmiðla eftir tap FH gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. „Ég hefði viljað sjá miklu fleiri bolta varða hjá okkar markmönnum. Við erum með fimm eða sex bolta varða í heilum leik þar sem við spiluðum mjög öflugan varnarleik og með mjög góðri markvörslu, sem við eigum að fá með svona varnarleik, hefðu úrslitin getað endað öðruvísi.” „Auðvitað töpum við leiknum í sókninni þar sem við skorum einungis sautján mörk, þar af einungis sjö í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það sé verulega mikið að í hugarfari leikmanna. Menn eru bara þannig að þegar þeir lenda í smá krísu þá fer sjálfstraustið frá mönnum og við þurfum að vinna það til baka.” „Við spiluðum frábæran sóknarleik í síðasta leik. Þar skoruðum við 33 mörk og þá var það varnarleikurinn sem klikkaði all svakalega, en nú spiluðum við mjög góðan varnarleik. Sóknarleikurinn bíður afhroð í dag. Verðum við ekki að reyna taka jákvæða hlutina úr þessu í staðinn fyrir að taka endalaust þá neikvæðu?” FH hefur tapað þremur leikjum í röð, en liðið er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Halldór Jóhann segir að liðið þurfi þó að einbeita sér að jákvæðu hlutunum fremur en þeim neikvæðu. „Auðvitað reynum við að finna lausnir í því sem við erum að gera vitlaust, en við þurfum eining að reyna að gera jákvæðu hlutina enn jákvæðari.” „Við erum búnir að spila fjóra leiki og tapa þremur. Það er ekki óskastaða. Spilamennskan hefur ekki verið sérstaklega falleg, en við unnum Fram í fyrsta leik og ég held að menn séu búnir að gleyma því.”Getum ekki breytt því sem er búið að gerast „Við erum búnir að spila þrjá leiki þar sem í einum þeirra vorum við virkilega daprir í heilt yfir og í síðustu tveimur hefur þetta verið svart og hvítt sókn og vörn. Ég hefði enn meiri áhyggjur ef það væri allt að klikka, en það er ekki allt að klikka og tímabilið er langt. Við verðum að trúa því að við förum að ná í sigur.” „Í dag vorum við virkilega slakir sóknarlega í fyrri hálfleik þar sem við skorum bara sjö mörk, en við skoruðum tíu mörk í seinni. Við hefðum þurft að skora fimmtán til sextán mörk í þeim síðari til þess að eiga séns á því að vinna leikinn. Það er verkefnið núna að snúa gengi liðsins við og ég sem þjálfari liðsins, það fellur í mitt skaut.” „Við getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Við getum breytt spilamennskunni í framhaldinu og við verðum að reyna gera það og hafa trú á því að það sé hægt. Ef við ætlum að vera eins svartsýnir og fjölmiðlar í garð okkar þá gætum við alveg eins farið að gefast upp, en við verðum að reyna vinna þetta okkur í hag og reyna fá smá jákvæða hluti inn í þetta. Ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum þá myndum við líklega gefast upp eins og staðan er núna.” Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik í FH-búningnum frá því í febrúar, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Halldór segir að Jóhann gæti reynst FH dýrmætur í vetur. „Hann er búinn að æfa með okkur í einn og hálfan mánuð. Jóhann á nokkuð langt í land; hann spilaði varnarleikinn mjög vel, en var dálítið ragur sóknarlega. Jói er ungur, góður leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann gæti orðið okkur dýrmætur þegar líður á mótið,” sagi Halldór Jóhann í löngu spjalli við fjölmiðla eftir leik. Olís-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
„Við erum komnir í smá holu og það er smá krísa hjá okkur. Við getum ekki neitað því, en mér fannst við spila virkilega öflugan varnarleik í dag ef við tökum eitthvað jákvætt út úr þessu,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við fjölmiðla eftir tap FH gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. „Ég hefði viljað sjá miklu fleiri bolta varða hjá okkar markmönnum. Við erum með fimm eða sex bolta varða í heilum leik þar sem við spiluðum mjög öflugan varnarleik og með mjög góðri markvörslu, sem við eigum að fá með svona varnarleik, hefðu úrslitin getað endað öðruvísi.” „Auðvitað töpum við leiknum í sókninni þar sem við skorum einungis sautján mörk, þar af einungis sjö í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það sé verulega mikið að í hugarfari leikmanna. Menn eru bara þannig að þegar þeir lenda í smá krísu þá fer sjálfstraustið frá mönnum og við þurfum að vinna það til baka.” „Við spiluðum frábæran sóknarleik í síðasta leik. Þar skoruðum við 33 mörk og þá var það varnarleikurinn sem klikkaði all svakalega, en nú spiluðum við mjög góðan varnarleik. Sóknarleikurinn bíður afhroð í dag. Verðum við ekki að reyna taka jákvæða hlutina úr þessu í staðinn fyrir að taka endalaust þá neikvæðu?” FH hefur tapað þremur leikjum í röð, en liðið er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Halldór Jóhann segir að liðið þurfi þó að einbeita sér að jákvæðu hlutunum fremur en þeim neikvæðu. „Auðvitað reynum við að finna lausnir í því sem við erum að gera vitlaust, en við þurfum eining að reyna að gera jákvæðu hlutina enn jákvæðari.” „Við erum búnir að spila fjóra leiki og tapa þremur. Það er ekki óskastaða. Spilamennskan hefur ekki verið sérstaklega falleg, en við unnum Fram í fyrsta leik og ég held að menn séu búnir að gleyma því.”Getum ekki breytt því sem er búið að gerast „Við erum búnir að spila þrjá leiki þar sem í einum þeirra vorum við virkilega daprir í heilt yfir og í síðustu tveimur hefur þetta verið svart og hvítt sókn og vörn. Ég hefði enn meiri áhyggjur ef það væri allt að klikka, en það er ekki allt að klikka og tímabilið er langt. Við verðum að trúa því að við förum að ná í sigur.” „Í dag vorum við virkilega slakir sóknarlega í fyrri hálfleik þar sem við skorum bara sjö mörk, en við skoruðum tíu mörk í seinni. Við hefðum þurft að skora fimmtán til sextán mörk í þeim síðari til þess að eiga séns á því að vinna leikinn. Það er verkefnið núna að snúa gengi liðsins við og ég sem þjálfari liðsins, það fellur í mitt skaut.” „Við getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Við getum breytt spilamennskunni í framhaldinu og við verðum að reyna gera það og hafa trú á því að það sé hægt. Ef við ætlum að vera eins svartsýnir og fjölmiðlar í garð okkar þá gætum við alveg eins farið að gefast upp, en við verðum að reyna vinna þetta okkur í hag og reyna fá smá jákvæða hluti inn í þetta. Ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum þá myndum við líklega gefast upp eins og staðan er núna.” Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik í FH-búningnum frá því í febrúar, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Halldór segir að Jóhann gæti reynst FH dýrmætur í vetur. „Hann er búinn að æfa með okkur í einn og hálfan mánuð. Jóhann á nokkuð langt í land; hann spilaði varnarleikinn mjög vel, en var dálítið ragur sóknarlega. Jói er ungur, góður leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann gæti orðið okkur dýrmætur þegar líður á mótið,” sagi Halldór Jóhann í löngu spjalli við fjölmiðla eftir leik.
Olís-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira