Aldrei viljað gefast upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 07:00 Margrét Lára í 100. landsleiknum. vísir/vilhelm „Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára. Íslenski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
„Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára.
Íslenski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira