CCP-bræður stofna tölvuleikjafyrirtæki Ingvar Haraldsson skrifar 23. september 2015 11:00 Í tölvuleikjabransanum Guðmundur og Ívar Kristjánssynir hafa áralanga reynslu af gerð tölvuleikja enda voru þeir báðir lengi hjá CCP. fréttablaðið/gva Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness. Leikjavísir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness.
Leikjavísir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira