Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2015 21:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er komin í 100 landsleikja klúbbinn. vísir/vilhelm Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15 Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30 Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30 Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15 Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30 Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30 Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15
Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30
Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30
Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn