Margrét Lára: Eigum að vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 14:00 Margrét Lára lék á alls oddi á æfingu í gær. vísir/pjetur „Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
„Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30