Rakel um nýja hlutverkið: Er skemmtilegt verkefni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 12:00 Rakel á ferðinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/anton Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira