KYNNING: Öryrkjabandalag Íslands skorar þessa dagana á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eigi síðar en á haustþingi 2015.
Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. 151 land hefur fullgilt samninginn. Einungis fjögur Evrópulönd eiga eftir að fullgilda hann, Finnland, Írland, Holland og Ísland.
Lesendur er hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda á síðunni obi.is/askorun.
Öryrkjabandalagið hefur látið gera myndbönd til að styðja við áskorunina og fjallar myndbandið hér að ofan um fordóma.
Fordómar
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:
Ekki skal mismuna fólki á vinnumarkaði á grundvelli fötlunar og þau ríki sem hafa fullgilt samninginn skuldbinda sig til að vinna gegn fordómum.
Fatlað fólk með geðraskanir eða aðrar skerðingar mætir víða fordómum, og þekkingar- og skilningsleysi á vinnumarkaði og meðal almennings.
Lífið samstarf