„Dollarablokkin“ er að hrynja Lars Christensen skrifar 30. september 2015 07:00 Undanfarið hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir hrapað og skjálftinn hefur breiðst út til alþjóðamarkaða, og þótt nokkur ró virðist hafa færst yfir er það ómaksins vert að velta fyrir sér rótum þessara nýlegu umbrota. Hér skiptir spennan í því sem við gætum kalla „dollarablokkina“ höfuðmáli. „Dollarablokkin“ er í raun og veru myntbandalag sem hefur áratugum saman verið í gildi á milli Bandaríkjanna og Kína (og Hong Kong og nokkurra annarra Asíuríkja og olíuútflutningsríkjanna við Persaflóa). Frá 1995 til 2005 var hið kínverska renminbi að meira eða minna leyti fastbundið Bandaríkjadollar. Eftir 2005 var gengi renminbi smám saman og mjög yfirvegað breytt gagnvart dollarnum. Þetta er grundvallaratriði og hélt áfram þangað til kínversk yfirvöld breyttu nýlega um stefnu og felldu gengið lítillega nokkrum sinnum. Fastgengisstefna Kínverja gekk vel á meðan kerfisþættirnir hjálpuðu kínverskum hagvexti. Kerfisumbætur í kínverska hagkerfinu hefðu átt að leiða til styrkingar á kínverska gjaldmiðlinum, en fastgengisstefnan kom í raun í veg fyrir það, að minnsta kosti til 2005. Afleiðingin var of lágt skráður gjaldmiðill og mikill efnahagsvöxtur. Á sama tíma jókst einnig ójafnvægið í hagkerfum heimsins. Það veit hver einasti Íslendingur. Með öðrum orðum, þegar saman fóru kerfisumbætur og fastgengisstefna leiddi það til of umburðarlyndrar peningastefnu Kínverja, en frá 2010-11 hefur sagan hins vegar verið allt önnur. Þannig standa Kínverjar nú frammi fyrir verulegum kerfislægum mótbyr og þar sem útlit er fyrir áframhaldandi efnahagssamdrátt í Kína minnka einnig líkurnar á að kínverski gjaldmiðillinn styrkist. Reyndar eru sterk rök fyrir því að renminbi veikist í náinni framtíð. Þetta veldur því að erfitt verður fyrir kínverska seðlabankann að viðhalda fastgengisstefnunni. Nýlegar smágengislækkanir endurspegla þetta. Þetta er einnig að miklu leyti kjarninn í þeim markaðsóróa sem við höfum séð undanfarið og nú er að verða ljóst að „dollarablokkin“ er ekki það sem hagfræðingar kalla „hagkvæmt myntsvæði“. Hagkerfi Kína og Bandaríkjanna eru einfaldlega of ólík til að hægt sé að viðhalda föstu gengi á milli renminbi og dollars. Og reyndar má segja það sama um aðra sem fasttengja gjaldmiðil sinn við dollarann. Til dæmis er fastgengisstefna olíuútflutningsríkjanna við Persaflóa nú undir auknum þrýstingi vegna mikils verðfalls á olíu síðasta árið, sem tengist auðvitað hægaganginum í kínversku efnahagslífi. Kínverjar verða fyrr eða síðar að leyfa gjaldmiðlinum að fljóta. Veikleikinn í kínverska hagkerfinu hefur nú flýtt fyrir þessu ferli og það ætti að leiða til veikari kínversks gjaldmiðils, en einnig sú staðreynd að dollarinn hefur styrkst verulega síðasta árið þar sem bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti. Þess vegna er það fyrst og fremst tímaspursmál hvenær „gullblokkin“ hrynur. Þessu ættu menn hins vegar að fagna frekar en syrgja, því „dollarablokkin“ var ein aðalástæðan fyrir ójafnvæginu sem skapaðist í hagkerfi heimsins fyrir fjármálakreppuna 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun
Undanfarið hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir hrapað og skjálftinn hefur breiðst út til alþjóðamarkaða, og þótt nokkur ró virðist hafa færst yfir er það ómaksins vert að velta fyrir sér rótum þessara nýlegu umbrota. Hér skiptir spennan í því sem við gætum kalla „dollarablokkina“ höfuðmáli. „Dollarablokkin“ er í raun og veru myntbandalag sem hefur áratugum saman verið í gildi á milli Bandaríkjanna og Kína (og Hong Kong og nokkurra annarra Asíuríkja og olíuútflutningsríkjanna við Persaflóa). Frá 1995 til 2005 var hið kínverska renminbi að meira eða minna leyti fastbundið Bandaríkjadollar. Eftir 2005 var gengi renminbi smám saman og mjög yfirvegað breytt gagnvart dollarnum. Þetta er grundvallaratriði og hélt áfram þangað til kínversk yfirvöld breyttu nýlega um stefnu og felldu gengið lítillega nokkrum sinnum. Fastgengisstefna Kínverja gekk vel á meðan kerfisþættirnir hjálpuðu kínverskum hagvexti. Kerfisumbætur í kínverska hagkerfinu hefðu átt að leiða til styrkingar á kínverska gjaldmiðlinum, en fastgengisstefnan kom í raun í veg fyrir það, að minnsta kosti til 2005. Afleiðingin var of lágt skráður gjaldmiðill og mikill efnahagsvöxtur. Á sama tíma jókst einnig ójafnvægið í hagkerfum heimsins. Það veit hver einasti Íslendingur. Með öðrum orðum, þegar saman fóru kerfisumbætur og fastgengisstefna leiddi það til of umburðarlyndrar peningastefnu Kínverja, en frá 2010-11 hefur sagan hins vegar verið allt önnur. Þannig standa Kínverjar nú frammi fyrir verulegum kerfislægum mótbyr og þar sem útlit er fyrir áframhaldandi efnahagssamdrátt í Kína minnka einnig líkurnar á að kínverski gjaldmiðillinn styrkist. Reyndar eru sterk rök fyrir því að renminbi veikist í náinni framtíð. Þetta veldur því að erfitt verður fyrir kínverska seðlabankann að viðhalda fastgengisstefnunni. Nýlegar smágengislækkanir endurspegla þetta. Þetta er einnig að miklu leyti kjarninn í þeim markaðsóróa sem við höfum séð undanfarið og nú er að verða ljóst að „dollarablokkin“ er ekki það sem hagfræðingar kalla „hagkvæmt myntsvæði“. Hagkerfi Kína og Bandaríkjanna eru einfaldlega of ólík til að hægt sé að viðhalda föstu gengi á milli renminbi og dollars. Og reyndar má segja það sama um aðra sem fasttengja gjaldmiðil sinn við dollarann. Til dæmis er fastgengisstefna olíuútflutningsríkjanna við Persaflóa nú undir auknum þrýstingi vegna mikils verðfalls á olíu síðasta árið, sem tengist auðvitað hægaganginum í kínversku efnahagslífi. Kínverjar verða fyrr eða síðar að leyfa gjaldmiðlinum að fljóta. Veikleikinn í kínverska hagkerfinu hefur nú flýtt fyrir þessu ferli og það ætti að leiða til veikari kínversks gjaldmiðils, en einnig sú staðreynd að dollarinn hefur styrkst verulega síðasta árið þar sem bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti. Þess vegna er það fyrst og fremst tímaspursmál hvenær „gullblokkin“ hrynur. Þessu ættu menn hins vegar að fagna frekar en syrgja, því „dollarablokkin“ var ein aðalástæðan fyrir ójafnvæginu sem skapaðist í hagkerfi heimsins fyrir fjármálakreppuna 2008.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun