Að sveigja leikreglurnar Stjórnarmaðurinn skrifar 30. september 2015 07:00 Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira