Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 25-22 | Fjórði sigur Valsmanna í röð Kristinn Páll Teitsson í Vodafone-höllinni skrifar 8. október 2015 21:30 Guðmundur Hólmar er lykilmaður í liði Vals. vísir/vilhelm Valsmenn unnu þriggja marka sigur, 25-22, á Aftureldingu í 7. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn var sá fjórði í röð hjá Valsmönnum sem skutust upp í toppsætið með sigrinum. Það var hart barist í Vodafone-höllinni í kvöld og þurftu dómararnir tvisvar að vísa leikmanni af velli með beint rautt spjald fyrir brot. Valsmenn voru með 10 stig eftir sex leiki og höfðu unnið þrjá leiki í röð fram að leik kvöldsins en gestirnir úr Mosfellsbænum vonuðust til þess að komast á sigurbraut á ný eftir tap gegn ÍBV á heimavelli í síðustu umferð. Eftir aðeins sjö mínútur átti sér stað ógnvægilegt atvik þegar Birkir Benediktsson keyrði út úr vörninni og ýtti við Guðmundi Hólmar Helgasyni í loftinu. Guðmundur lenti illa á jörðinni og þurfti töluverða aðhlynningu en Birkir fékk beint rautt spjald fyrir brotið. Staðan var jöfn, 2-2, þegar atvikið átti sér stað en þetta virtist efla leikmenn Aftureldingar til lífsins og náðu þeir forskotinu á næstu mínútum leiksins og héldu því út hálfleikinn. Náðu leikmenn Aftureldingar mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik þegar sóknarleikur liðsins gekk vel en Valsmönnum tókst að minnka muninn niður í eitt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 11-12. Það kom annað beint rautt spjald á 7. mínútu seinni hálfleiks þegar Orri Freyr Gíslason fékk beint rautt fyrir að fara með olnbogann í andlitið á Árna Braga Eyjólfssyni. Höfðu dómarar leiksins þegar dæmt á Valsmenn fyrir brot á Árna þegar atvikið átti sér stað en þegar hann var að klára hlaupið mætti hann olnboga Orra. Gestirnir úr Mosfellsbæ leiddu fyrstu mínútur seinni hálfleiks en eftir það virtust Valsmenn ná tökunum á leiknum og náðu undirtökunum í leiknum. Virtist allur kraftur detta úr sóknarleik gestanna úr Mosfellsbænum en á sama tíma stigu leikmenn Vals með Guðmund Hólmar fremstan í flokki einfaldlega upp og gerðu út um leikinn. Guðmundur setti síðustu þrjú mörk Valsmanna og gerði út um leikinn en stirður sóknarleikur Mosfellinga varð þeim að falli á endanum. Árni Bragi sem átti stórleik í liði Aftureldingar, fór meiddur af velli tíu mínútum fyrir lok leiksins en hann hafði borið sóknarleik liðsins á herðum sér í leiknum. Góður þriggja marka sigur Valsmanna, 25-22, staðreynd og þeir hafa nú unnið fjóra leiki í röð og komust um tíma í toppsætið en Haukar geta náð toppsætinu aftur með sigri á ÍR annað kvöld.Óskar Bjarni: Vorum á hælunum í varnarleiknum í fyrri hálfleik „Það skyldi ekki mikið að í kvöld, liðin skiptust á mörkum allt fram að lokakaflanum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hreinskilinn eftir að hafa verið spurður hvað hefði skilið liðin að í kvöld. „Við vorum á hælunum varnarlega í fyrri hálfleik, þegar þeir misstu Birki af velli fékk Árni stærra hlutverk og við áttum í erfiðleikum með hann og Ágúst.“ Valsmenn voru í eltingarleik framan af en náðu forskotinu þegar korter var til leiksloka og slepptu því aldrei. „Við vorum þéttari til baka seinasta korterið og sóknarleikurinn var mun betri. Það var meiri hreyfing í sókninni í seinni hálfleik, boltinn gekk betur og við fengum betri skotfæri. Það var smá hikst þegar þeir fóru í 5-1 vörn en við náðum að leysa það vel.“ Óskar vildi lítið tjá sig um rauðu spjöldin í kvöld en hann sagðist treysta dómaraparinu fyrir dómgæslunni. „Þeir kunna þetta alveg þeir Anton og Jónas. Ég held að það sé einfaldlega í reglunum að þegar menn lenda svona illa er þetta beint rautt spjald í tilviki Birkis en algert óviljaverk hjá honum og mjög óheppilegt,“ sagði Óskar og tók í sama streng með leikmann sinn. „Ég sá ekki atvikið Orra nægilega vel en mér sýndist Anton sjá það vel og reka hann útaf því hann fór með olnbogann í andlitið á honum eftir að það var dæmt. Það var ákveðinn vendipunktur líkt og fyrra rauða spjaldið, líkt og þeir í fyrri hálfleik náðum við tökum á leiknum við rauða spjaldið.“ Guðmundur Hólmar gerði út um leikinn með þremur mörkum á lokamínútum leiksins en hann var frábær í sóknarleik Valsmanna seinustu tuttugu mínútur leiksins. „Hann var ekkert sérstakur í fyrri hálfleik rétt eins og Ómar en þeir stigu upp í seinni hálfleik. Við fengum mikilvæg mörk frá þeim, Daníeli og Sveinn Aron setti afskaplega mikilvægt mark í seinni hálfleik þegar hann kom okkur yfir. Við náðum að taka leikinn þar.“ Valsmönnum gekk illa að stöðva Árna Braga í kvöld en hann skoraði níu mörk úr aðeins ellefu skotum þar til hann fór meiddur af velli. „Hann kom aftur inn en áður en hann fór útaf var hann lang besti maður þeirra í leiknum og við vorum farnir að íhuga það að plúsa hann. Hann er búinn að vera mjög flottur hjá þeim og við höfum kannski ekki undirbúið okkur nægilega vel,“ sagði Óskar sem vildi sjá markmann Valsmanna, Hlyn Morthens, verja fleiri bolta frá honum. „Bubbi hefur eflaust séð of lítið af honum fyrir þetta, hann átti að verja fleiri bolta frá honum en hann þarf að sjá leikmennina fyrst. Bubbi er reynslumaður,“ sagði Óskar léttur. Einar: Vill sjá samræmi í dómgæslunni „Þetta var hörkuleikur og flottur leikur af okkar hálfu í 50 mínútur en við gáfum eftir á lokasprettinum,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, svekktur eftir leikinn. „Við vorum miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttum skilið að vera með meira en eins marks forskot í hálfleik. Við spiluðum vel í upphafi seinni hálfleiks en lokakaflinn var einfaldlega slakur.“ Það var hart barist í leiknum en Birkir Benediktsson, leikmaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald á 7. mínútu leiksins. „Það er alltaf hart barist þegar við spilum við Val, það er tekist hart á. Birkir fer í hann í loftinu eins og gerist oft í leikjum og við sjáum þetta brot í hverri viku. Stundum er rautt, stundum er ekki rautt. Það gæti vel verið að þetta sé rétt en það þarf að vera samræmi í þessu.“ Árni Bragi Eyjólfsson átti stórleik í liði gestanna en eftir að hann fór tímabundið meiddur af velli stuttu fyrir leikslok virtist sóknarleikur liðsins einfaldlega staðna. „Hann var meiddur fyrir leikinn og við vonuðumst til þess að hann þyrfti ekki að spila þennan leik en við erum einfaldlega ekki með nægilega breiðan hóp. Við þurfum að spila á því sem við höfum.“ Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
Valsmenn unnu þriggja marka sigur, 25-22, á Aftureldingu í 7. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn var sá fjórði í röð hjá Valsmönnum sem skutust upp í toppsætið með sigrinum. Það var hart barist í Vodafone-höllinni í kvöld og þurftu dómararnir tvisvar að vísa leikmanni af velli með beint rautt spjald fyrir brot. Valsmenn voru með 10 stig eftir sex leiki og höfðu unnið þrjá leiki í röð fram að leik kvöldsins en gestirnir úr Mosfellsbænum vonuðust til þess að komast á sigurbraut á ný eftir tap gegn ÍBV á heimavelli í síðustu umferð. Eftir aðeins sjö mínútur átti sér stað ógnvægilegt atvik þegar Birkir Benediktsson keyrði út úr vörninni og ýtti við Guðmundi Hólmar Helgasyni í loftinu. Guðmundur lenti illa á jörðinni og þurfti töluverða aðhlynningu en Birkir fékk beint rautt spjald fyrir brotið. Staðan var jöfn, 2-2, þegar atvikið átti sér stað en þetta virtist efla leikmenn Aftureldingar til lífsins og náðu þeir forskotinu á næstu mínútum leiksins og héldu því út hálfleikinn. Náðu leikmenn Aftureldingar mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik þegar sóknarleikur liðsins gekk vel en Valsmönnum tókst að minnka muninn niður í eitt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 11-12. Það kom annað beint rautt spjald á 7. mínútu seinni hálfleiks þegar Orri Freyr Gíslason fékk beint rautt fyrir að fara með olnbogann í andlitið á Árna Braga Eyjólfssyni. Höfðu dómarar leiksins þegar dæmt á Valsmenn fyrir brot á Árna þegar atvikið átti sér stað en þegar hann var að klára hlaupið mætti hann olnboga Orra. Gestirnir úr Mosfellsbæ leiddu fyrstu mínútur seinni hálfleiks en eftir það virtust Valsmenn ná tökunum á leiknum og náðu undirtökunum í leiknum. Virtist allur kraftur detta úr sóknarleik gestanna úr Mosfellsbænum en á sama tíma stigu leikmenn Vals með Guðmund Hólmar fremstan í flokki einfaldlega upp og gerðu út um leikinn. Guðmundur setti síðustu þrjú mörk Valsmanna og gerði út um leikinn en stirður sóknarleikur Mosfellinga varð þeim að falli á endanum. Árni Bragi sem átti stórleik í liði Aftureldingar, fór meiddur af velli tíu mínútum fyrir lok leiksins en hann hafði borið sóknarleik liðsins á herðum sér í leiknum. Góður þriggja marka sigur Valsmanna, 25-22, staðreynd og þeir hafa nú unnið fjóra leiki í röð og komust um tíma í toppsætið en Haukar geta náð toppsætinu aftur með sigri á ÍR annað kvöld.Óskar Bjarni: Vorum á hælunum í varnarleiknum í fyrri hálfleik „Það skyldi ekki mikið að í kvöld, liðin skiptust á mörkum allt fram að lokakaflanum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hreinskilinn eftir að hafa verið spurður hvað hefði skilið liðin að í kvöld. „Við vorum á hælunum varnarlega í fyrri hálfleik, þegar þeir misstu Birki af velli fékk Árni stærra hlutverk og við áttum í erfiðleikum með hann og Ágúst.“ Valsmenn voru í eltingarleik framan af en náðu forskotinu þegar korter var til leiksloka og slepptu því aldrei. „Við vorum þéttari til baka seinasta korterið og sóknarleikurinn var mun betri. Það var meiri hreyfing í sókninni í seinni hálfleik, boltinn gekk betur og við fengum betri skotfæri. Það var smá hikst þegar þeir fóru í 5-1 vörn en við náðum að leysa það vel.“ Óskar vildi lítið tjá sig um rauðu spjöldin í kvöld en hann sagðist treysta dómaraparinu fyrir dómgæslunni. „Þeir kunna þetta alveg þeir Anton og Jónas. Ég held að það sé einfaldlega í reglunum að þegar menn lenda svona illa er þetta beint rautt spjald í tilviki Birkis en algert óviljaverk hjá honum og mjög óheppilegt,“ sagði Óskar og tók í sama streng með leikmann sinn. „Ég sá ekki atvikið Orra nægilega vel en mér sýndist Anton sjá það vel og reka hann útaf því hann fór með olnbogann í andlitið á honum eftir að það var dæmt. Það var ákveðinn vendipunktur líkt og fyrra rauða spjaldið, líkt og þeir í fyrri hálfleik náðum við tökum á leiknum við rauða spjaldið.“ Guðmundur Hólmar gerði út um leikinn með þremur mörkum á lokamínútum leiksins en hann var frábær í sóknarleik Valsmanna seinustu tuttugu mínútur leiksins. „Hann var ekkert sérstakur í fyrri hálfleik rétt eins og Ómar en þeir stigu upp í seinni hálfleik. Við fengum mikilvæg mörk frá þeim, Daníeli og Sveinn Aron setti afskaplega mikilvægt mark í seinni hálfleik þegar hann kom okkur yfir. Við náðum að taka leikinn þar.“ Valsmönnum gekk illa að stöðva Árna Braga í kvöld en hann skoraði níu mörk úr aðeins ellefu skotum þar til hann fór meiddur af velli. „Hann kom aftur inn en áður en hann fór útaf var hann lang besti maður þeirra í leiknum og við vorum farnir að íhuga það að plúsa hann. Hann er búinn að vera mjög flottur hjá þeim og við höfum kannski ekki undirbúið okkur nægilega vel,“ sagði Óskar sem vildi sjá markmann Valsmanna, Hlyn Morthens, verja fleiri bolta frá honum. „Bubbi hefur eflaust séð of lítið af honum fyrir þetta, hann átti að verja fleiri bolta frá honum en hann þarf að sjá leikmennina fyrst. Bubbi er reynslumaður,“ sagði Óskar léttur. Einar: Vill sjá samræmi í dómgæslunni „Þetta var hörkuleikur og flottur leikur af okkar hálfu í 50 mínútur en við gáfum eftir á lokasprettinum,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, svekktur eftir leikinn. „Við vorum miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttum skilið að vera með meira en eins marks forskot í hálfleik. Við spiluðum vel í upphafi seinni hálfleiks en lokakaflinn var einfaldlega slakur.“ Það var hart barist í leiknum en Birkir Benediktsson, leikmaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald á 7. mínútu leiksins. „Það er alltaf hart barist þegar við spilum við Val, það er tekist hart á. Birkir fer í hann í loftinu eins og gerist oft í leikjum og við sjáum þetta brot í hverri viku. Stundum er rautt, stundum er ekki rautt. Það gæti vel verið að þetta sé rétt en það þarf að vera samræmi í þessu.“ Árni Bragi Eyjólfsson átti stórleik í liði gestanna en eftir að hann fór tímabundið meiddur af velli stuttu fyrir leikslok virtist sóknarleikur liðsins einfaldlega staðna. „Hann var meiddur fyrir leikinn og við vonuðumst til þess að hann þyrfti ekki að spila þennan leik en við erum einfaldlega ekki með nægilega breiðan hóp. Við þurfum að spila á því sem við höfum.“
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira