Ásgerður: Sýndum það í kvöld að við erum með betra liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2015 22:15 Ásgerður í leiknum í kvöld. Vísir/Anton „Við erum ótrúlega svekktar með lokatölur leiksins, að mínu mati vorum við betri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að tapa 1-3 á heimavelli,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, svekkt eftir tap gegn Zvezda 2005 á heimavelli í kvöld. „Það er grátlegt fyrir jafn reynslumikið lið og við erum með að lenda aftur undir 2-0 á fyrsta korterinu og þetta á einfaldlega ekki að gerast.“ Ásgerður sagði að liðið hefði lagt upp með að stöðva José Nahi í kvöld sem skoraði fjögur mörk í leik liðanna í fyrra. „Við ætluðum að liggja aðeins aftar og minnka svæðið fyrir hana til að hlaupa í og mér fannst hún ekki gera neitt í dag. Það opnaði fyrir kantmennina þeirra en við eigum að ráða betur við þetta.“ Ásgerður var óánægð með spilamennsku liðsins í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta og mátti greinilega sjá stress hjá leikmönnum liðsins. „Það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við taugatrekking. Þetta er þriðja árið í röð sem við keppum í Evrópu og við erum með landsliðsmenn í okkar röðum þannig að við eigum að hrista þetta úr okkur strax.“ Ásgerður sagðist ekki vera búin að gefa upp von um að komast í 16-liða úrslitin. „Við sýndum það í dag að við erum með betra lið en þær og við getum alveg farið til Rússland og unnið þær þar. Við létum markmanninn þeirra líta vel út í dag en hún virðist ekki halda neinum boltum. Við þurfum að vera með meira sjálfstraust fyrir framan markið,“ sagði Ásgerður og bætti við: „Við erum ekki að fara út til þess að fara í skotgrafirnar og halda jafnteflinu. Við ætlum að vinna þennan leik og spila annan leik hér í nóvember.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
„Við erum ótrúlega svekktar með lokatölur leiksins, að mínu mati vorum við betri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að tapa 1-3 á heimavelli,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, svekkt eftir tap gegn Zvezda 2005 á heimavelli í kvöld. „Það er grátlegt fyrir jafn reynslumikið lið og við erum með að lenda aftur undir 2-0 á fyrsta korterinu og þetta á einfaldlega ekki að gerast.“ Ásgerður sagði að liðið hefði lagt upp með að stöðva José Nahi í kvöld sem skoraði fjögur mörk í leik liðanna í fyrra. „Við ætluðum að liggja aðeins aftar og minnka svæðið fyrir hana til að hlaupa í og mér fannst hún ekki gera neitt í dag. Það opnaði fyrir kantmennina þeirra en við eigum að ráða betur við þetta.“ Ásgerður var óánægð með spilamennsku liðsins í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta og mátti greinilega sjá stress hjá leikmönnum liðsins. „Það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við taugatrekking. Þetta er þriðja árið í röð sem við keppum í Evrópu og við erum með landsliðsmenn í okkar röðum þannig að við eigum að hrista þetta úr okkur strax.“ Ásgerður sagðist ekki vera búin að gefa upp von um að komast í 16-liða úrslitin. „Við sýndum það í dag að við erum með betra lið en þær og við getum alveg farið til Rússland og unnið þær þar. Við létum markmanninn þeirra líta vel út í dag en hún virðist ekki halda neinum boltum. Við þurfum að vera með meira sjálfstraust fyrir framan markið,“ sagði Ásgerður og bætti við: „Við erum ekki að fara út til þess að fara í skotgrafirnar og halda jafnteflinu. Við ætlum að vinna þennan leik og spila annan leik hér í nóvember.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00