Körfubolti

Jakob stigahæstur í sigri Borås

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakob í leik með íslenska landsliðinu á EM í síðasta mánuði.
Jakob í leik með íslenska landsliðinu á EM í síðasta mánuði. vísir/valli
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Borås Basket sem vann 11 stiga sigur, 82-71, á Malbas í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Jakob, sem kom til Borås frá Sundsvall Dragons í sumar, skoraði 18 stig en landsliðsmaðurinn hitti úr þremur af fimm skotum sínum inni í teig og fjórum af sjö þriggja stiga skotum sínum. Jakob skoraði fjórar af sex þriggja stiga körfum Borås í leiknum.

Jakob og félagar spiluðu sterka vörn í kvöld, unnu frákastabaráttuna 45-35 og héldu Malbas í aðeins 32,9% skotnýtingu.

Borås er á toppi deildarinnar ásamt Södertälje Kings en bæði lið eru með fjögur stig eftir tvo leiki.

Jakob hefur farið vel af stað með nýja liðinu en hann gerði 24 stig í sigri Borås á EcoÖrebro Basket í 1. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×